Öruggt hjá Brighton gegn lánlausu liði Sheffield United Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:00 Simon Adingra og Danny Welbeck fagna einu marka Brighton í dag. Vísir/Getty Brighton vann stórsigur á Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton fer upp í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira