Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 13:00 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir. Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum. Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum.
Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira