Meiðslavandræði Liverpool halda áfram: Tveir af velli í fyrri hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 13:51 Jurgen Klopp áhyggjufullur á svip. Vísir/Getty Liverpool leikur þessa stundina við Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool leiðir að loknum fyrri hálfleik en Jurgen Klopp þurfti að taka tvo leikmenn af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleiknum. Fyrir leik Liverpool og Brentford í dag var nokkuð um forföll hjá Liverpool. Markvörðurinn Alisson meiddist á æfingu í vikunni og er ekki með. Þá tóku meiðsli sig upp að nýju hjá Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai sem verða báðir frá fram yfir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í deildabikarnum um næstu helgi. „Við munum vita á næstu tveimur sólarhringum,“ sagði Klopp um meiðsli Alisson í viðtali fyrir leikinn í dag. Fyrir utan þessa fastamenn liðsins eru Stefan Bajetic, Thiago og Joel Matip allir frá og verða í einhvern tíma áfram. Það er því ekki að undra að Jurgen Klopp hafi sett upp hálfgerðan skelfingarsvip á Vitality-leikvanginum áðan eftir að hafa þurft að skipta þremur leikmönnum af velli áður en síðari hálfleikur hófst. Two HUGE injuries in the first 45 minutes for Liverpool How unlucky can you get? pic.twitter.com/gEdj30KFiX— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 17, 2024 Fyrst meiddist miðjumaðurinn Curtis Jones og varð að fara af velli og síðan Portúgalinn Diogo Jota en hann var borinn af velli vegna meiðsla á hné. Í hálfleik var markaskorarinn Darwin Nunez síðan skipt út af en þó ekkert hafi verið gefið út um það enn er ólíklegt að Klopp hafi tekið hann af velli ef ekki væri um meiðsli að ræða. Meiðsli þessara leikmanna gætu varla komið á verri tíma fyrir Klopp og lærisveina hans. Liðið á úrslitaleik í deildabikarnum um næstu helgi gegn Chelsea, er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og þá er útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar að fara af stað innan skamms. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Fyrir leik Liverpool og Brentford í dag var nokkuð um forföll hjá Liverpool. Markvörðurinn Alisson meiddist á æfingu í vikunni og er ekki með. Þá tóku meiðsli sig upp að nýju hjá Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai sem verða báðir frá fram yfir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í deildabikarnum um næstu helgi. „Við munum vita á næstu tveimur sólarhringum,“ sagði Klopp um meiðsli Alisson í viðtali fyrir leikinn í dag. Fyrir utan þessa fastamenn liðsins eru Stefan Bajetic, Thiago og Joel Matip allir frá og verða í einhvern tíma áfram. Það er því ekki að undra að Jurgen Klopp hafi sett upp hálfgerðan skelfingarsvip á Vitality-leikvanginum áðan eftir að hafa þurft að skipta þremur leikmönnum af velli áður en síðari hálfleikur hófst. Two HUGE injuries in the first 45 minutes for Liverpool How unlucky can you get? pic.twitter.com/gEdj30KFiX— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 17, 2024 Fyrst meiddist miðjumaðurinn Curtis Jones og varð að fara af velli og síðan Portúgalinn Diogo Jota en hann var borinn af velli vegna meiðsla á hné. Í hálfleik var markaskorarinn Darwin Nunez síðan skipt út af en þó ekkert hafi verið gefið út um það enn er ólíklegt að Klopp hafi tekið hann af velli ef ekki væri um meiðsli að ræða. Meiðsli þessara leikmanna gætu varla komið á verri tíma fyrir Klopp og lærisveina hans. Liðið á úrslitaleik í deildabikarnum um næstu helgi gegn Chelsea, er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og þá er útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar að fara af stað innan skamms.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira