Handbolti

Toppliðið fór illa með nýliðana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag
Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag Vísir/Anton Brink

Valur vann öruggan 14 marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 34-20.

Valskonur höfðu góð tök á leiknum frá upphafi til enda og liðið komst í 10-1 eftir aðeins 15 mínútna leik. Heimakonur náðu tíu marka forskoti stuttu síðar og staðan var 22-7 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Valsliðið gat því leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik þar sem liðin skiptust að miklu leyti á að skora. Sigur heimakvenna var þó aldrei í hættu og lokatölur urðu 34-20, Val í vil.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með tíu mörk og Sara Sif Helgafóttir varði tólf skot í markinu. Í liði ÍR var Matthildur Lilja Jónsdóttir atkvæðamest með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×