Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira