Handbolti

Valsarar síðastir inn í undanúrslitin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Benedikt Óskarsson var allt í öllu í liði Vals í kvöld.
Benedikt Óskarsson var allt í öllu í liði Vals í kvöld. vísir / hulda margrét

Valur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Þeir sigruðu Selfoss í viðureign liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 36-26. Hálfleikstölur voru 18-12. 

Benedikt Gunnar Óskarsson var allt í öllu í liði Vals, markahæstur með átta mörk og gaf jafnmargar stoðsendingar. Andri Finnsson fylgi honum eftir með 6 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu, 13 af 36 skotum. 

Markahæstir í liði Selfoss voru Hans Jörgen Ólafsson og Sölvi Svavarsson með sex mörk hvor. 

Valur fer því í Laugardalshöllina ásamt Haukum, ÍBV og Stjörnunni. Þar verður leikið til undanúrslita 6. mars, úrslitaleikurinn fer svo fram 9. mars. Andstæðingar verða dregnir gegn hvorum öðrum á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×