Viðskipti innlent

Tommi Stein­dórs nýr dag­skrár­stjóri á X977

Atli Ísleifsson skrifar
Tómas hóf feril sinn á X-inu um mitt ár 2021.
Tómas hóf feril sinn á X-inu um mitt ár 2021. SÝN

Tómas Steindórsson, útvarpsmaður á X977, hefur verið ráðinn dagskrárstjóri stöðvarinnar.

Í tilkynningu kemur fram að hann taki við stöðunni af Ómari Úlfi Eyþórssyni. Ómar Úlfur flutti sig nýverið um set yfir á Bylgjuna þar sem hann starfar nú sem útsendingastjóri Bítisins á Bylgjunni. 

„Ómar sleppir þó ekki alveg takinu á X-inu en hann verður áfram með útvarpsþátt þar síðdegis á virkum dögum.

Tómas hóf feril sinn á X-inu um mitt ár 2021 og hefur verið í loftinu alla virka daga frá 9-12. Hann heldur því áfram samhliða því að gegna starfi dagskrárstjóra.

Um leið og við óskum Tómasi til hamingju með nýja stöðu þökkum við Ómari Úlfi fyrir frábærlega vel unnin störf síðustu ár en undir hans stjórn hefur X977 vaxið gríðarlega,“ segir í tilkynningunni.

Vísir er í eigu Sýnar sem einnig rekur útvarpsstöðina X977.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×