Eyþóra valin íþróttakona ársins í Rotterdam Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 14:31 Eyþóra Þórsdóttir er í hópi fremstu fimleikakvenna heims og keppir á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Tom Weller Fimleikakonan Eyþóra Þórsdóttir var á dögunum útnefnd íþróttakona ársins í Rotterdam í Hollandi, eftir frábæran árangur á bæði EM og HM á síðasta ári. Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira