Keyrum á þetta fyrir vorið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:00 Stjórnlaus málaflokkur. Þannig lýsa dómsmálaráðherra og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins stöðu innflytjendamála. Flestum er ljóst að mikið vantar upp á stefnufestu og stöðugleika í þessum málum. En ég held að hitt sé einsdæmi að ráðherra lýsi stöðu í eigin ráðuneyti með svo sterkum orðum eftir að hafa tekið við keflinu af sex flokkssystkinum sínum, sem stýrt hafa innflytjendamálum samfleytt í ellefu ár. Þetta virkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórnarandstöðu við sjálfan sig. Réttara væri kannski að segja að þingmennirnir öxluðu ekki ábyrgð á eigin valdastöðu. Ríkisstjórnarsamstarfið minnir nú á villikettina svokölluðu í þingflokki VG á tíma vinstri stjórnarinnar. Gott fordæmi og breyttar aðstæður Þetta er sérstaklega alvarlegt í því ljósi að málefni hælisleitenda eru eitt stærsta og viðkvæmasta viðfangsefni samtímans - og ekki bara hér á landi. Þau snúast um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga, sem við höfum undirgengist. Og þau snúast um hvernig við viljum sjá samfélagið okkar byggjast upp til skemmri og lengri tíma. Mikilvægt er að muna að í dómsmálaráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal náðist þverpólitísk sátt um þessi mál. Það var til marks um ábyrga og víðsýna forystu. Um leið verðum við að horfast í augu við að aðstæður í heiminum hafa umbylst á undanförnum misserum. Flóttamannastraumurinn hefur stóraukist og á eftir að vaxa enn. Nauðsynlegt er að laga regluverkið svo mikilvægt viðfangsefni fari ekki úr böndunum. Við þurfum að ráða við aðlögun nýrra borgara í landinu, hlúa að kerfunum okkar, tungumálinu og sníða okkur stakk eftir vexti. Við þurfum um leið að vera í samræmi við það sem nágrannaþjóðir okkar gera í þessum efnum. Til verksins þarf tvennt; skýra stefnu og ríkisstjórn sem getur gengið í takt þegar stóru málin eru undir. Bréf Viðreisnar til forsætisráðherra Fyrir tæpu ári náðu stjórnarflokkarnir saman um breytingu á lögum um útlendinga. Alþingi hafði ekki fyrr samþykkt breytinguna en ráðherrar og þingmenn VG fóru að hnakkrífast um hvert væri inntak og efni laganna. Þegar þetta upplausnarástand hafði varað í dágóðan tíma komst þingflokkur Viðreisnar að þeirri niðurstöðu að rétt væri að koma málum á hreyfingu. Úr varð að ég skrifaði forsætisráðherra bréf með áskorun um að reyna á ný að koma á viðræðum milli þingflokka. Markmiðið var að raungera endurbætur á löggjöfinni sem gætu lifað til lengri tíma, tæki mið af gjörbreyttum veruleika og væri í samræmi við nágrannaþjóðir okkar. Þetta var í lok ágúst. Forsætisráðherra tók því vel. Nokkrir fundir hafa verið haldnir en lítið gerst. Ég met stöðuna þannig að nú sé jafnvel meiri hætta á að pólarnir í útlendingapólitíkinni taki yfir umræðuna. Það er í sjálfu sér eðlileg afleiðing þess að hafa um margra ára skeið verið með ríkisstjórn í landinu sem getur ekki tekið stórar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er löngu kominn tími á ærlegt samtal. Það er líka brýnna en nokkru sinni að miðjan í pólitíkinni geri alvöru tilraun til þess að ná saman um skynsama og ábyrga stefnu á þessu sviði. Að við viðurkennum að landið okkar er ekki lokað en heldur ekki galopið. Við getum ekki tekið á móti öllum. Mótum stefnu þar sem mennska, framsýni og raunsæi verða leiðarljós. Og að efnahagslegur veruleiki verði hluti af menginu. Fyrirmyndir og alþjóðlegt samstarf Dómsmálaráðherra hefur nú kynnt hugmynd um einhvers konar lokaðar móttökubúðir. Sjálf tel ég rangt að vista börn í slíkum búðum eða fangelsum. Samþykkt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ekki upp á punt. Að öðru leyti er ég til viðræðu um þessa hugmynd. Hún er ekki nein allsherjarlausn, en gæti verið þáttur í stærri mynd, sem við erum tilbúin að ræða. Það þarf einnig að hafa afleiðingar þegar fólk fylgir ekki úrskurðum, lögum og reglum í landinu þar sem það vill skjóta rótum. Í þeim efnum á eitt yfir alla að ganga. Í bréfi mínu til forsætisráðherra nefndi ég að rétt væri að nýta samstarfsmöguleika bæði á norrænum vettvangi og í stærra evrópsku samhengi. Eins lagði ég áherslu á að taka í ríkari mæli mið af norrænum reglum, sem hafa verið að breytast á undanförnum árum, þó að þær séu ekki í einu og öllu samhljóma. Þær geta verið ágætis viðmið. Prófsteinn á stjórnhæfi Upp á síðkastið hef ég velt því fyrir mér hvort hægagangurinn í þessari vinnu stafi af því að þingmenn sjálfstæðismanna hafi í raun ekki áhuga á breiðu samstarfi um þessi efni. Þeir telji árangursríkara að láta kosningabaráttu sína snúast um stjórnleysi eigin ríkisstjórnar. Trump gæti verið fyrirmyndin. Á dögunum lét hann samflokksmenn sína á þingi hlaupa frá samkomulagi, sem þeir höfðu gert um landamæravörslu því það þjónaði betur kosningabaráttu hans að hafa allt í upplausn. Vonandi eru þetta ástæðulausar grunsemdir. En fram hjá því verður ekki horft að þetta mál er prófsteinn á það hvort þingflokkur sjálfstæðismanna er í reynd stjórntækur. Breytingin frá tíma Hönnu Birnu og Ólafar í dómsmálaráðuneytinu er hins vegar áþreifanleg. En sjáum hvað setur. Viðreisn er tilbúin Mitt pólitíska mat er að ekki sé útilokað að tveir til þrír af fimm flokkum í stjórnarandstöðu gætu mögulega náð saman með ríkisstjórnarflokkunum um breitt samstarf á þessu sviði. Slík samstaða getur skilað regluverki sem er líklegt til að standast tímans tönn og lifa ríkisstjórnir. Þó að flestir séu komnir í kosningaham eigum við að kýla á þetta mál og freista þess að ná samstöðu á miðjunni fyrir vorið. Það er eina ábyrga viðhorfið. Viðreisn er tilbúin til að taka þátt í lausninni. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Innflytjendamál Viðreisn Alþingi Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Stjórnlaus málaflokkur. Þannig lýsa dómsmálaráðherra og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins stöðu innflytjendamála. Flestum er ljóst að mikið vantar upp á stefnufestu og stöðugleika í þessum málum. En ég held að hitt sé einsdæmi að ráðherra lýsi stöðu í eigin ráðuneyti með svo sterkum orðum eftir að hafa tekið við keflinu af sex flokkssystkinum sínum, sem stýrt hafa innflytjendamálum samfleytt í ellefu ár. Þetta virkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórnarandstöðu við sjálfan sig. Réttara væri kannski að segja að þingmennirnir öxluðu ekki ábyrgð á eigin valdastöðu. Ríkisstjórnarsamstarfið minnir nú á villikettina svokölluðu í þingflokki VG á tíma vinstri stjórnarinnar. Gott fordæmi og breyttar aðstæður Þetta er sérstaklega alvarlegt í því ljósi að málefni hælisleitenda eru eitt stærsta og viðkvæmasta viðfangsefni samtímans - og ekki bara hér á landi. Þau snúast um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga, sem við höfum undirgengist. Og þau snúast um hvernig við viljum sjá samfélagið okkar byggjast upp til skemmri og lengri tíma. Mikilvægt er að muna að í dómsmálaráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal náðist þverpólitísk sátt um þessi mál. Það var til marks um ábyrga og víðsýna forystu. Um leið verðum við að horfast í augu við að aðstæður í heiminum hafa umbylst á undanförnum misserum. Flóttamannastraumurinn hefur stóraukist og á eftir að vaxa enn. Nauðsynlegt er að laga regluverkið svo mikilvægt viðfangsefni fari ekki úr böndunum. Við þurfum að ráða við aðlögun nýrra borgara í landinu, hlúa að kerfunum okkar, tungumálinu og sníða okkur stakk eftir vexti. Við þurfum um leið að vera í samræmi við það sem nágrannaþjóðir okkar gera í þessum efnum. Til verksins þarf tvennt; skýra stefnu og ríkisstjórn sem getur gengið í takt þegar stóru málin eru undir. Bréf Viðreisnar til forsætisráðherra Fyrir tæpu ári náðu stjórnarflokkarnir saman um breytingu á lögum um útlendinga. Alþingi hafði ekki fyrr samþykkt breytinguna en ráðherrar og þingmenn VG fóru að hnakkrífast um hvert væri inntak og efni laganna. Þegar þetta upplausnarástand hafði varað í dágóðan tíma komst þingflokkur Viðreisnar að þeirri niðurstöðu að rétt væri að koma málum á hreyfingu. Úr varð að ég skrifaði forsætisráðherra bréf með áskorun um að reyna á ný að koma á viðræðum milli þingflokka. Markmiðið var að raungera endurbætur á löggjöfinni sem gætu lifað til lengri tíma, tæki mið af gjörbreyttum veruleika og væri í samræmi við nágrannaþjóðir okkar. Þetta var í lok ágúst. Forsætisráðherra tók því vel. Nokkrir fundir hafa verið haldnir en lítið gerst. Ég met stöðuna þannig að nú sé jafnvel meiri hætta á að pólarnir í útlendingapólitíkinni taki yfir umræðuna. Það er í sjálfu sér eðlileg afleiðing þess að hafa um margra ára skeið verið með ríkisstjórn í landinu sem getur ekki tekið stórar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er löngu kominn tími á ærlegt samtal. Það er líka brýnna en nokkru sinni að miðjan í pólitíkinni geri alvöru tilraun til þess að ná saman um skynsama og ábyrga stefnu á þessu sviði. Að við viðurkennum að landið okkar er ekki lokað en heldur ekki galopið. Við getum ekki tekið á móti öllum. Mótum stefnu þar sem mennska, framsýni og raunsæi verða leiðarljós. Og að efnahagslegur veruleiki verði hluti af menginu. Fyrirmyndir og alþjóðlegt samstarf Dómsmálaráðherra hefur nú kynnt hugmynd um einhvers konar lokaðar móttökubúðir. Sjálf tel ég rangt að vista börn í slíkum búðum eða fangelsum. Samþykkt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ekki upp á punt. Að öðru leyti er ég til viðræðu um þessa hugmynd. Hún er ekki nein allsherjarlausn, en gæti verið þáttur í stærri mynd, sem við erum tilbúin að ræða. Það þarf einnig að hafa afleiðingar þegar fólk fylgir ekki úrskurðum, lögum og reglum í landinu þar sem það vill skjóta rótum. Í þeim efnum á eitt yfir alla að ganga. Í bréfi mínu til forsætisráðherra nefndi ég að rétt væri að nýta samstarfsmöguleika bæði á norrænum vettvangi og í stærra evrópsku samhengi. Eins lagði ég áherslu á að taka í ríkari mæli mið af norrænum reglum, sem hafa verið að breytast á undanförnum árum, þó að þær séu ekki í einu og öllu samhljóma. Þær geta verið ágætis viðmið. Prófsteinn á stjórnhæfi Upp á síðkastið hef ég velt því fyrir mér hvort hægagangurinn í þessari vinnu stafi af því að þingmenn sjálfstæðismanna hafi í raun ekki áhuga á breiðu samstarfi um þessi efni. Þeir telji árangursríkara að láta kosningabaráttu sína snúast um stjórnleysi eigin ríkisstjórnar. Trump gæti verið fyrirmyndin. Á dögunum lét hann samflokksmenn sína á þingi hlaupa frá samkomulagi, sem þeir höfðu gert um landamæravörslu því það þjónaði betur kosningabaráttu hans að hafa allt í upplausn. Vonandi eru þetta ástæðulausar grunsemdir. En fram hjá því verður ekki horft að þetta mál er prófsteinn á það hvort þingflokkur sjálfstæðismanna er í reynd stjórntækur. Breytingin frá tíma Hönnu Birnu og Ólafar í dómsmálaráðuneytinu er hins vegar áþreifanleg. En sjáum hvað setur. Viðreisn er tilbúin Mitt pólitíska mat er að ekki sé útilokað að tveir til þrír af fimm flokkum í stjórnarandstöðu gætu mögulega náð saman með ríkisstjórnarflokkunum um breitt samstarf á þessu sviði. Slík samstaða getur skilað regluverki sem er líklegt til að standast tímans tönn og lifa ríkisstjórnir. Þó að flestir séu komnir í kosningaham eigum við að kýla á þetta mál og freista þess að ná samstöðu á miðjunni fyrir vorið. Það er eina ábyrga viðhorfið. Viðreisn er tilbúin til að taka þátt í lausninni. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun