Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 20:58 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16