Samstarf

Eitt glæsi­legasta skrif­stofu­hús­næði borgarinnar hefur opnað - Regus Kirkju­sandur

Regus
Nýtt og glæsilegt skrifstofurými Regus opnaði við Kirkjusand í Reykjavík 1. febrúar. Skrifstofurýmið er heppilegt fyrir allar stærðir fyrirtækja, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja, og býður upp á frábæra aðstöðu og glæsilega hönnun. Ólafur Snorri Helgason, sölustjóri hjá Regus. 
Nýtt og glæsilegt skrifstofurými Regus opnaði við Kirkjusand í Reykjavík 1. febrúar. Skrifstofurýmið er heppilegt fyrir allar stærðir fyrirtækja, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja, og býður upp á frábæra aðstöðu og glæsilega hönnun. Ólafur Snorri Helgason, sölustjóri hjá Regus. 

Eitt glæsilegasta skrifstofurými landsins opnaði við Kirkjusand í Reykjavík um síðustu mánaðamót. Skrifstofurýmið er heppilegt fyrir allar stærðir fyrirtækja, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja, og býður upp á frábæra aðstöðu og glæsilega hönnun.

„Við erum að svara kalli markaðarins varðandi minna skrifstofurými,“ segir Ólafur Snorri Helgason, sölustjóri hjá Regus. „Undanfarin ár hefur verið mikið framboð af 100 - 400 fm skrifstofurými á höfuðborgarsvæðinu sem hentar ekki stórum hópi einyrkja og lítilla og meðal stórra fyrirtækja sem eru eðlilega að leita flest af mun smærra húsnæði. Á Kirkjusandi bjóðum við upp á breitt úrval af skrifstofurými, allt frá einu föstu skrifborði í sameiginlegu rými upp í 7 - 35 fm skrifstofur sem rúma auðveldlega einn til tíu starfsmenn. Allt í allt eru hér um 50 skrifstofur í 1.600 fm rými.“

Regus Samstarf

Kirkjusandur býður ekki bara upp á glæsilega skrifstofuaðstöðu heldur aðgang að þremur fullbúnum fundarherbergjum með nýjum fjarfundabúnaði, glæsilegt eldhús með helstu tækjum og tólum, búningsklefa með sturtum og hjólageymslu.

„Ekki má gleyma 150 fm sameiginlega rýminu við afgreiðsluna sem inniheldur fjölda borða og stóla og einnig nokkra bása þar sem starfsfólk fyrirtækjanna geta tekið kaffibolla, blandað geði við hvert annað eða tekið létta fundi með viðskiptavinum sínum. Á góðum degi lítur rýmið út eins og vinsælt kaffihús.“

Í 150 fm sameiginlegu rými er fjöldi borða og stóla og einnig básar þar sem starfsfólk fyrirtækjanna geta tekið kaffibolla, blandað geði við hvert annað eða tekið létta fundi með viðskiptavinum sínum.

Aðgengi að húsinu, sem er í hjarta helsta viðskiptahverfis borgarinnar, er mjög gott en Reykjanesbrautin er í mínútu fjarlægð frá bílastæðinu auk þess sem strætó, sem gengur frá Lækjartorgi, stoppar fyrir utan húsið. Kirkjusandur hýsir einnig einn stærsta bílakjallara landsins en hægt er að kaupa mánaðaraðgang að honum. Fjöldi ókeypis bílastæða er kringum bygginguna sjálfa. „Ekki skemmir svo útsýnið yfir Faxaflóa, Snæfellsjökul og Esjuna en á sólríkum dögum er frábært að njóta útsýnisins héðan.“

Sveigjanleiki skiptir miklu máli fyrir einyrkja og smærri fyrirtækja að sögn Ólafs. „Hjá okkur er hægt að leiga út aðstöðu í einn mánuð, þrjá mánuði, hálft ár eða ár, allt hvað hentar hverjum og einum. Viðskiptavinir okkar kunna svo sannarlega að meta það en samskonar sveigjanleiki er ekki til staðar hjá sambærilegum fyrirtækjum hérlendis. Þar þurfa lítil fyrirtæki jafnvel að skuldbinda sig til 2-5 ára í einu.“

Í almenna rýminu má finna nokkra notalega bása þar sem hægt er að tylla sér með kaffibolla eða viðskiptavinum.

Annað sem einkennir skrifstofurými Regus er að allur hefðbundinn rekstrarkostnaður er innifalinn í leigunni. „Þar má nefna internet, fullbúna skrifstofu með rafknúnu skrifborði og nýjum stólum, prentaraþjónustu og þrif svo eitthvað sé nefnt. Þetta felur í sér bæði sparnað og þægindi fyrir viðskiptavini okkar enda oft tímafrekt að sjá um þessi mál sjálfur.“

Regus rekur sambærilegt skrifstofurými víða um land og í 900 borgum í 120 löndum. „Viðskiptavinir okkar hafa aðgang að öllum skrifstofurýmum okkar hér á landi og út um allan heim. Það er óneitanlega þægilegt, bæði til að breyta til innanlands en líka til að vera tímabundið nær stórum viðskiptavinum erlendis.“

Nánari upplýsingar gefur Ólafur Snorri í síma 765 6907 og í netfanginu Olafur.Helgason@regus.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×