Á einhver heima í þessari íbúð? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Leigumarkaður Húsnæðismál Deilihagkerfi Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun