Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 20:01 Fjölskyldunni líður vel í Dúbaí. „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira