Fótbolti

Stuðnings­menn FCK mega ekki hoppa í stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn FCK sjást hér styðja liðið í leik á móti Galatasaray í Meistaradeildinni.
Stuðningsmenn FCK sjást hér styðja liðið í leik á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Getty/Sebastian Frej

Danska fótboltafélagið FC Kaupmannahöfn tekur á móti Manchester City í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar annað kvöld en stuðningsmenn liðsins þurfa að passa sig.

Forráðamenn FCK hafa framlengt bann við því að hoppa í stúkunni á Parken.

Bannið er aðallega vegna B stúkunnar þar sem æstustu stuðningsmenn liðsins halda sig. Hætta er að stúkan þolo ekki álagið er þúsundir stuðningsmanna hoppa samtímis.

„Þetta ferli hefur tekið langan tíma en við vinnum að því á hverjum degi að leysa þetta vandamál,“ sagði Jacob Lauesen, yfirmaður FCK, á heimasíðu félagsins.

Bannið var fyrst sett í mars 2023 en hefur nú verið framlengt.

„Það síðasta sem við viljum er að halda aftur af stuðningi okkar stórkostlegu stuðningsmanna en ég verða að leggja áherslu á mikilvægi þess að allir virði bannið. Þegar við höfum klárað mælingar á titringnum þá vitum við betur hvernig við leysum þetta vandamál,“ sagði Lauesen.

Þetta er fyrri leikur FCK og Manchester City en sá seinni fer fram í Manchester 5. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×