Handbolti

Vals­menn með yfir­höndina eftir fyrri leikinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 6 mörk fyrir Val í dag.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 6 mörk fyrir Val í dag. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn unnu eins marks sigur gegn serbneska liðinu Metaloplastika í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag.

Leikurinn fór fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda en síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram ytra um næstu helgi.

Staðan var jöfn 11-11 að loknum fyrri hálfleik en gestirnir höfðu yfirleitt verið skrefinu á undan fyrir hlé. Sama jafnræðið hélt áfram í síðari hálfleik en Valsmenn komust þremur mörkum yfir í stöðunni 17-14 en misstu forskotið niður jafnóðum og lið Metalplastika leiddi þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.

Á lokakaflanum voru Valsarar þó sterkari. Þeir náðu þriggja marka forskoti á ný með fimm mínútur eftir en unnu að lokum aðeins eins marks sigur. Lokatölur 27-26 og Valur fer því með naumt forskot til Serbíu um næstu helgi.

Markaskorarar Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Róbert Aron Hostert 4, Magnús Óli Magnússon 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Björgvin Páll Gústavsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Allan Norðberg 2, Alexander Pettersson 2, Ísak Gústafsson 1 og Andri Finnsson 1. 

Björgvin Páll Gústavarsson varði vel í marki Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×