Aflraunir á Suðurnesjum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2024 18:00 Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Náttúruhamfarir Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun