Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 09:31 Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira