Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni Boði Logason skrifar 11. febrúar 2024 07:01 Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurberg þann 20. febrúar 1991. Vísir/Sara Rut „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira