„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 22:01 Sindri Snær og Ísidór Nathan virða fyrir sér dagskrána í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33