Umfjöllun: Valur - ÍBV 33-24 | Toppliðið í litlum vandræðum með Eyjakonur Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2024 16:46 Valur situr í efsta sæti Olís deildar kvenna, 8 stigum á undan næsta liði. vísir/Hulda Margrét Valur styrkti stöðu sína á toppi Olís deildar kvenna enn frekar með sterkum sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tók Valur algjörlega fram úr í þeim seinni, lokatölur 33-24. Valur missti máttarstólpa úr liðinu strax á fyrstu mínútu þegar Morgan Marie Þorkelsdóttir neyddist af velli eftir að hafa stöðvað þrumuskot Birnu Berg Haraldsdóttur með andlitinu. Hún kom ekki meir við sögu í leiknum. Að öðru leyti byrjaði leikurinn mætavel fyrir Val og þær unnu sér fljótt inn forystu sem ÍBV elti allan fyrri hálfleikinn. Það var hart tekist á og leikurinn var æsispennandi, ÍBV gerði vel í að verjast áhlaupum Vals, hleypti þeim aldrei langt undan og sýndi á köflum snilldartakta í sókninni. Undir blálok fyrri hálfleiks átti Valssóknin svo slæman kafla, Elín Rósa missti boltann í tvígang frá sér á lokasekúndunum og gaf ÍBV tækifæri til að taka forystuna, sem þær og gerðu. Þegar komið var út í seinni hálfleik fékk ÍBV fyrstu sókn. Sara Sif varði þar skot Elísu Elíasdóttur og kom boltanum fljótt upp á Elínu Rósu sem bætti upp fyrir mistökin og jafnaði leikinn fyrir Val. ÍBV virtist sterkari aðilinn á vellinum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og allra fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það breyttist þó fljótt, ÍBV leiddi leikinn 17-18 á 33. mínútu en aðeins um sjö mínútum síðar var Valur komið sjö mörkum yfir, 25-18. Þessi grútlélegi kafli ÍBV gjörbreytti landslagi leiksins, hnífjafn og æsispennandi leikur framan af færðist yfir í hægan og lítið spennandi leik sem allir vissu hver myndi vinna. ÍBV átti aldrei afturkvæmt og uppgjöfin var sjáanleg í látbragði leikmanna sem bölvuðu stöðunni. Valur hélt bara áfram að spila sinn leik og bæta við, sem skilaði sér að endingu í níu marka sigri. Afhverju vann Valur? Misstu ekki haus þegar á móti blés. Gerðu vel í að hægja á áhlaupi ÍBV þegar það kom upp og hleyptu þeim aldrei langt fram úr sér. Áttu ekkert sinn besta leik sóknarlega séð en svöruðu því með sterkum varnarleik og góðum karakter sem skilaði sigri. Hverjir stóðu upp úr? Sara Sif átti góðan leik í marki Vals, 16 varin skot af 39 (41%), og skoraði meira að segja eitt mark. Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði svo sóknarleiknum að vana af mikilli snilld. Hildigunnur Einarsdóttir var sterk á línunni og mikilvæg varnarlega. Lilja Ágústsdóttir átti einnig öfluga innkomu í vinstra horn Vals og kom 5 mörkum að á mjög skömmum tíma. Hvað gekk illa? Þetta var ótrúlegur sjö mínútna kafli eða svo, þar sem ÍBV missti bara algjörlega tökin á leiknum og trúnna á sjálfum sér og verkefninu sem við þeim blasti. Alltaf áhyggjuefni þegar lið brotna svona svakalega við mótlæti. Töpuðu boltum margsinnis og reyndu hetjuskot utan af velli sem skiluðu engum árangri. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst heimaleik, Valur gegn ÍR þann 16. febrúar klukkan 20:00. ÍBV mætir svo Aftureldingu 17. febrúar klukkan 14:00. Olís-deild kvenna Valur ÍBV
Valur styrkti stöðu sína á toppi Olís deildar kvenna enn frekar með sterkum sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tók Valur algjörlega fram úr í þeim seinni, lokatölur 33-24. Valur missti máttarstólpa úr liðinu strax á fyrstu mínútu þegar Morgan Marie Þorkelsdóttir neyddist af velli eftir að hafa stöðvað þrumuskot Birnu Berg Haraldsdóttur með andlitinu. Hún kom ekki meir við sögu í leiknum. Að öðru leyti byrjaði leikurinn mætavel fyrir Val og þær unnu sér fljótt inn forystu sem ÍBV elti allan fyrri hálfleikinn. Það var hart tekist á og leikurinn var æsispennandi, ÍBV gerði vel í að verjast áhlaupum Vals, hleypti þeim aldrei langt undan og sýndi á köflum snilldartakta í sókninni. Undir blálok fyrri hálfleiks átti Valssóknin svo slæman kafla, Elín Rósa missti boltann í tvígang frá sér á lokasekúndunum og gaf ÍBV tækifæri til að taka forystuna, sem þær og gerðu. Þegar komið var út í seinni hálfleik fékk ÍBV fyrstu sókn. Sara Sif varði þar skot Elísu Elíasdóttur og kom boltanum fljótt upp á Elínu Rósu sem bætti upp fyrir mistökin og jafnaði leikinn fyrir Val. ÍBV virtist sterkari aðilinn á vellinum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og allra fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það breyttist þó fljótt, ÍBV leiddi leikinn 17-18 á 33. mínútu en aðeins um sjö mínútum síðar var Valur komið sjö mörkum yfir, 25-18. Þessi grútlélegi kafli ÍBV gjörbreytti landslagi leiksins, hnífjafn og æsispennandi leikur framan af færðist yfir í hægan og lítið spennandi leik sem allir vissu hver myndi vinna. ÍBV átti aldrei afturkvæmt og uppgjöfin var sjáanleg í látbragði leikmanna sem bölvuðu stöðunni. Valur hélt bara áfram að spila sinn leik og bæta við, sem skilaði sér að endingu í níu marka sigri. Afhverju vann Valur? Misstu ekki haus þegar á móti blés. Gerðu vel í að hægja á áhlaupi ÍBV þegar það kom upp og hleyptu þeim aldrei langt fram úr sér. Áttu ekkert sinn besta leik sóknarlega séð en svöruðu því með sterkum varnarleik og góðum karakter sem skilaði sigri. Hverjir stóðu upp úr? Sara Sif átti góðan leik í marki Vals, 16 varin skot af 39 (41%), og skoraði meira að segja eitt mark. Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði svo sóknarleiknum að vana af mikilli snilld. Hildigunnur Einarsdóttir var sterk á línunni og mikilvæg varnarlega. Lilja Ágústsdóttir átti einnig öfluga innkomu í vinstra horn Vals og kom 5 mörkum að á mjög skömmum tíma. Hvað gekk illa? Þetta var ótrúlegur sjö mínútna kafli eða svo, þar sem ÍBV missti bara algjörlega tökin á leiknum og trúnna á sjálfum sér og verkefninu sem við þeim blasti. Alltaf áhyggjuefni þegar lið brotna svona svakalega við mótlæti. Töpuðu boltum margsinnis og reyndu hetjuskot utan af velli sem skiluðu engum árangri. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst heimaleik, Valur gegn ÍR þann 16. febrúar klukkan 20:00. ÍBV mætir svo Aftureldingu 17. febrúar klukkan 14:00.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti