Enski boltinn

Southgate í­hugar að velja Mainoo en fær sam­keppni frá Gana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobbie Mainoo hefur stimplað sig inn í lið Manchester United að undanförnu.
Kobbie Mainoo hefur stimplað sig inn í lið Manchester United að undanförnu. getty/James Baylis

Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tólf leiki fyrir aðallið Manchester United gæti Kobbie Mainoo verið valinn í enska landsliðið fyrir leiki þess í næsta mánuði.

Mainoo hefur leikið þrettán leiki fyrir yngri landslið Englands. Hann á einnig kost á að spila fyrir landslið Gana og Ganverjar vilja ólmir nýta krafta hans.

Southgate þarf því að hafa hraðar hendur og enskir fjölmiðlar greina frá því að hann gæti valið Mainoo í enska landsliðið fyrir næstu leiki þess. England mætir Brasilíu og Belgíu í vináttulandsleikjum á Wembley 23. og 26. mars.

Mainoo, sem er aðeins átján ára, hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu níu leikjum United. Hann skoraði sigurmark liðsins í 3-4 sigri á Wolves í síðustu viku.

Mainoo og félagar hans í United sækja Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 6. sæti deildarinnar en Villa í því fjórða. Átta stigum munar á liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×