Lamar Jackson bætti met Mahomes aðeins nokkrum dögum fyrir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 10:31 Lamar Jackson með verðlaun sín sem mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar. AP/Matt York Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili. Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Með þessu kjöri þá varð Jackson sá yngsti í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvisvar en hann er enn bara 27 ára gamall. Hann vann einnig þessi verðlaun árið 2019. L FREAKY #NFLHonors pic.twitter.com/tZh1VAsXrT— NFL (@NFL) February 9, 2024 Jackson átti frábært tímabil eins og liðið hans en liðið brást enn og einu sinni í úrslitakeppninni. Það sem meira er að Jackson bætti með þessu met Patrick Mahomes um níu mánuði. Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs eru að undirbúa sig fyrir Super Bowl leikinn á móti San Francisco 49ers á sunnudagskvöldið. Mahomes vann þessi verðlaun árið 2018 og svo í fyrra. This has been the most fun I ve ever had playing football. -@CMC_22 #NFLHonors on CBS & NFLN pic.twitter.com/IuvFisPiOm— San Francisco 49ers (@49ers) February 9, 2024 Jackson fékk yfirburðarkosningu eða 493 stig en annar var Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowobys með 152 stig og þriðji Christian McCaffrey, hlaupari San Francisco 49ers með 147 stig. Mahomes endaði bara í sjöunda sæti með 12 stig. Umræddur McCaffrey, sem verður í aðalhlutverki í Super Bowl, var aftur á móti valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Besti varnarmaðurinn var valinn Myles Garrett hjá Cleveland Browns. Hann er fyrsti leikmaður síns félags til að vinna þessi verðlaun. Endurkomu ársins átti leikstjórnandinn Joe Flacco hjá Browns. Big night for the @HoustonTexans and @Browns #NFLHonors pic.twitter.com/eLFl3MQwTZ— NFL (@NFL) February 9, 2024 Þjálfari ársins var valinn Kevin Stefanski hjá Cleveland Browns en hann hafði betur á móti DeMeco Ryans hjá Houston Texans. Texans liðið átti aftur á móti báða nýliða ársins. Leikstjórnandinn C.J. Stroud var valinn sóknarnýliði ársins en Will Anderson Jr. var valinn varnarnýliði ársins. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira