Félag Donna dæmt en hann kveður: „Erum nokkuð fúlir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 07:30 Kristján Örn Kristjánsson, Donni, vonaðist eftir að spila meira á EM í janúar en kom lítið við sögu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur ekki æft handbolta frá því á EM vegna meiðsla í öxl. Félag hans PAUC í Frakklandi stendur frammi fyrir því að verða dæmt niður um deild en það kemur ekki að sök fyrir Donna sem rær á ný mið í sumar. Donni er núna staddur á Íslandi og bíður þess að komast í aðgerð á vinstri öxlinni, skotöxlinni, hjá landsliðslækninum Örnólfi Valdimarssyni. Öxlin er þó ekki það eina sem angrar þennan 26 ára landsliðsmann í augnablikinu. Á dögunum var nefnilega greint frá því að fjögur stig hefðu verið tekin af félaginu PAUC, sem Donni spilar með í frönsku 1. deildinni, auk þess sem liðið verður að óbreyttu fellt um deild í sumar. Þetta er vegna brota á fjárhagsreglum deildarinnar en refsingin verður tekin til endurskoðunar 31. maí. Hundleiðinlegt að missa stig út af mistökum stjórnar „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta er síðasta tímabilið mitt hjá PAUC og það er ljóst að ég verð ekki lengur hérna. En auðvitað er hundleiðinlegt að það séu tekin af okkur fjögur stig, út af einhverjum mistökum hjá stjórninni sem hafa ekkert með liðið að gera,“ segir Donni í samtali við Vísi, en stjórnendur PAUC virðast ekki hafa staðið skil á upplýsingum um fjárhagsstöðu félagsins. „Við liðsfélagarnir erum nokkuð fúlir yfir þessu, búnir að berjast hart fyrir þessum stigum, og það er súrt að missa fjögur stig út af því að menn náðu ekki að skrifa undir einhverja pappíra. En það að liðið fari niður um deild mun ekki hafa áhrif á mig, svo ég hef ekki hugsað út í það. Það er framtíðarvandamál fyrir aðra menn,“ segir Donni. Alltaf fengið laun sín greidd Aðspurður hvort að hann hafi fundið á eigin skinni fyrir fjárhagserfiðleikum PAUC svarar skyttan öfluga: „Við leikmennirnir höfum alltaf fengið okkar laun. Það er kannski önnur saga af öðrum meðlimum klúbbsins, eins og yngri leikmönnum og starfsfólki. Þar hefur maður heyrt að menn fái ekki alltaf greitt á réttum tíma. En við leikmennirnir höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Boð frá Þýskalandi og Danmörku Donni er eins og fyrr segir í leit að nýju félagi og ætti að vera búinn að ná sér vel af axlarmeiðslunum í vor. „Ég er að skoða í kringum mig og er með nokkur boð frá bæði Þýskalandi og Danmörku. Ég er að skoða það en það er ekkert öruggt og ég er ekki búinn að velja mér neinn stað. Ég var að vona að það dytti eitthvað inn á EM, en spilaði svo bara fimm mínútur svo það voru engar klippur þar til að senda á önnur félög. En ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég veit að hægri skyttur eru nokkuð verðmætar þessa dagana,“ segir Donni og kveðst jafnvel tilbúinn að bíða fram á mitt sumar með ákvörðun. Donni fékk nánast ekkert að spila á EM í janúar, nema nokkrar mínútur í sigrinum gegn Króatíu.VÍSIR/VILHELM Glímt við meiðsli í öxl frá síðasta sumri Eins og fyrr segir hefur Donni ekki æft handbolta síðan á EM, vegna meiðsla í vinstri öxl, sem hafa plagað hann í allan vetur. „Ég er búinn að vera að díla við öxlina síðan síðasta sumar. Fann fyrir miklum verkjum en spilaði í gegnum það í byrjun tímabils. Eftir landsliðsverkefnið í lok október lét ég gott heita í bili, og fannst þetta of mikill verkur til að spila meira. Þá fékk ég loksins að fara í myndatöku og það kom í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð,“ segir Donni. „Það er ekki bráðnauðsynlegt fyrir mig að fara í aðgerð en ef ég vil að mér líði ekki illa í öxlinni þá þarf ég að fara í hana. Ég ákvað því að koma mér í gegnum EM og fara svo í aðgerð,“ segir Donni sem hugðist spila á EM, fara svo í aðgerð og vera vonandi klár fyrir Ólympíuleikana í sumar, en eins og alþjóð veit eru þeir núna úr sögunni. Hann segir meiðslin ekki hafa háð sér á EM, en hann fékk þó sáralítið að spila á mótinu. „Mér leið bara vel og ég var hundrað prósent á þessu móti. Það var líka markmiðið þegar ég fékk fréttirnar um meiðslin.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Donni er núna staddur á Íslandi og bíður þess að komast í aðgerð á vinstri öxlinni, skotöxlinni, hjá landsliðslækninum Örnólfi Valdimarssyni. Öxlin er þó ekki það eina sem angrar þennan 26 ára landsliðsmann í augnablikinu. Á dögunum var nefnilega greint frá því að fjögur stig hefðu verið tekin af félaginu PAUC, sem Donni spilar með í frönsku 1. deildinni, auk þess sem liðið verður að óbreyttu fellt um deild í sumar. Þetta er vegna brota á fjárhagsreglum deildarinnar en refsingin verður tekin til endurskoðunar 31. maí. Hundleiðinlegt að missa stig út af mistökum stjórnar „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta er síðasta tímabilið mitt hjá PAUC og það er ljóst að ég verð ekki lengur hérna. En auðvitað er hundleiðinlegt að það séu tekin af okkur fjögur stig, út af einhverjum mistökum hjá stjórninni sem hafa ekkert með liðið að gera,“ segir Donni í samtali við Vísi, en stjórnendur PAUC virðast ekki hafa staðið skil á upplýsingum um fjárhagsstöðu félagsins. „Við liðsfélagarnir erum nokkuð fúlir yfir þessu, búnir að berjast hart fyrir þessum stigum, og það er súrt að missa fjögur stig út af því að menn náðu ekki að skrifa undir einhverja pappíra. En það að liðið fari niður um deild mun ekki hafa áhrif á mig, svo ég hef ekki hugsað út í það. Það er framtíðarvandamál fyrir aðra menn,“ segir Donni. Alltaf fengið laun sín greidd Aðspurður hvort að hann hafi fundið á eigin skinni fyrir fjárhagserfiðleikum PAUC svarar skyttan öfluga: „Við leikmennirnir höfum alltaf fengið okkar laun. Það er kannski önnur saga af öðrum meðlimum klúbbsins, eins og yngri leikmönnum og starfsfólki. Þar hefur maður heyrt að menn fái ekki alltaf greitt á réttum tíma. En við leikmennirnir höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Boð frá Þýskalandi og Danmörku Donni er eins og fyrr segir í leit að nýju félagi og ætti að vera búinn að ná sér vel af axlarmeiðslunum í vor. „Ég er að skoða í kringum mig og er með nokkur boð frá bæði Þýskalandi og Danmörku. Ég er að skoða það en það er ekkert öruggt og ég er ekki búinn að velja mér neinn stað. Ég var að vona að það dytti eitthvað inn á EM, en spilaði svo bara fimm mínútur svo það voru engar klippur þar til að senda á önnur félög. En ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég veit að hægri skyttur eru nokkuð verðmætar þessa dagana,“ segir Donni og kveðst jafnvel tilbúinn að bíða fram á mitt sumar með ákvörðun. Donni fékk nánast ekkert að spila á EM í janúar, nema nokkrar mínútur í sigrinum gegn Króatíu.VÍSIR/VILHELM Glímt við meiðsli í öxl frá síðasta sumri Eins og fyrr segir hefur Donni ekki æft handbolta síðan á EM, vegna meiðsla í vinstri öxl, sem hafa plagað hann í allan vetur. „Ég er búinn að vera að díla við öxlina síðan síðasta sumar. Fann fyrir miklum verkjum en spilaði í gegnum það í byrjun tímabils. Eftir landsliðsverkefnið í lok október lét ég gott heita í bili, og fannst þetta of mikill verkur til að spila meira. Þá fékk ég loksins að fara í myndatöku og það kom í ljós að ég þyrfti að fara í aðgerð,“ segir Donni. „Það er ekki bráðnauðsynlegt fyrir mig að fara í aðgerð en ef ég vil að mér líði ekki illa í öxlinni þá þarf ég að fara í hana. Ég ákvað því að koma mér í gegnum EM og fara svo í aðgerð,“ segir Donni sem hugðist spila á EM, fara svo í aðgerð og vera vonandi klár fyrir Ólympíuleikana í sumar, en eins og alþjóð veit eru þeir núna úr sögunni. Hann segir meiðslin ekki hafa háð sér á EM, en hann fékk þó sáralítið að spila á mótinu. „Mér leið bara vel og ég var hundrað prósent á þessu móti. Það var líka markmiðið þegar ég fékk fréttirnar um meiðslin.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira