Raddir kennara eiga að heyrast Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:01 „Jólasveinninn er víst til.“ Á fundi trúnaðarmanna KFR með fulltrúum SFS í gær þá leið mér eins og verið væri að sannfæra mig um eitthvað sem ég trúði ekki að væri til. Það að segja að hljóð og mynd fari ekki saman er orðið svolítið þreytt orðatiltæki en átti svo sannarlega við á þessum fundi. Jólasveinninn í þessari samlíkingu er skólakerfi sem virkar eins og það á að virka. En eins og allir vita þá er jólasveinninn ekki til þó það séu til einstaklingar sem trúa því. Þau sem starfa í skólum landsins eru ekki í störfum sínum launanna vegna heldur hafa þau gaman að því að starfa með börnum og er annt um skólasamfélagið. Allt sem er í gangi í þjóðfélaginu hefur snertiflöt inn í skólana og starfsfólk þeirra vill leggja sitt af mörkum til að láta gangverkið virka. Um er að ræða fagfólk á sínu sviði sem þarf oft að máta hlutverk annarra fagstétta til að láta hlutina ganga upp í raunaðstæðum. Við kennarar fáum oft að heyra það að við séum of fjölmenn stétt. Of fjölmenn til að fá kjarabætur og í gær upplifði ég að við værum of fjölmenn til að fá orðið. Raunin er sú að það þarf að hlusta á okkur því það erum við sem erum á gólfinu og það erum við sem þurfum að takast á við áskoranirnar í skólunum ásamt öðrum. Skólakerfið tekur breytingum og það á að gera það. Kerfið sem ég byrjaði að starfa í fyrir þrjátíu árum síðan er ólíkt því kerfi sem er í dag, bæði á góðan og slæman hátt. Ég byrjaði að kenna þegar grunnskólarnir voru að færast frá ríki og yfir til sveitafélaga. Margir vilja meina að sveitafélögin hafi verið illa svikin og að fjármagnið sem átti að fylgja með skólunum hafi aldrei skilað sér að fullu. Pólitíkin valdi því síðan að boltanum er kastað á milli án þess að teknar séu ákvarðanir um þætti sem brýnt er að bæta barnanna vegna. Ég ætla ekki að taka þá umræðu hér að enn er lítill skilningur á því að kennarastarfið er ólíkt öðrum störfum. Við þurfum að hætta að bera saman fisk og apa, apinn getur mögulega klifrað í tré sem fiskurinn ræður illa við. Við erum enn á þeim stað í íslensku samfélagi að fjölskyldur hlaupa á hamstrahjóli. Gæðastundir barna með aðstandendum sínum eru oft fáar því hamstrahjólið má ekki stoppa því þá ná endar kannski ekki saman. Geðheilbrigðiskerfið er búið að vera lengi í lamasessi og hefur þörfin fyrir þjónustu þess sjaldan verið meiri. Kennarar eru ekki vælandi sérhlífnir einstaklingar sem nenna ekki að vinna vinnuna sína eins og margir virðast halda. Kennarar eru upp til hópa vel menntað, lausnamiðað hugsjónafólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur velferð og menntun skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og flestir þeirra vinna mun meira en þeir fá borgað fyrir. Þegar kennarar reyna að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu þá heyra þeir oft að þeir eigi bara að skipuleggja sig betur eða rýna í eigin rann og finna betri leiðir til að koma til móts við nemendur. Til að koma barni til manns þá er ekki nóg að gefa því bara gulrætur þó þær séu hollar. Það þarf mun fjölbreyttara fæði en það. Áður en ég fer að feta þá slóð sem ég ætla að fara í næstu línum þá vil ég taka fram að ég tel mig hvorki fordómafulla né þröngsýna. Ég vil frekar meina að ég sé jákvæð að eðlisfari og lausnamiðuð eins og flest samstarfsfólk mitt er. Það að ég skuli afsaka mig svona segir svolítið mikið um þá stöðu sem við kennarar stöndum frammi fyrir í dag. Við þorum varla að opna munninn og tala um hlutina eins og þeir eru því við erum svo hræddir um að vera dæmdir. Við eigum að geta átt málefnalegt samtal. Við eigum að geta talað um það sem vel er gert og líka það sem betur má fara. Staðreyndin er sú að það er misjafnlega gefið til skólanna og exelskjölin eru ekki að virka. Margt hefur áhrif á skólastarf. Það fylgja oft ekki peningar með flóknustu nemendunum. Skólar eru frá því að hafa fimm prósent nemenda af erlendu bergi og upp í að vera með yfir níutíu prósent hlutfall og það er mikill munur. Svo skiptir staðsetning skóla líka máli. Ég hef kennt í skóla í miðbæ Reykjavíkur þar sem við gátum gengið á næsta safn eða viðburð sem var í boði á vegum borgarinnar og kenni núna í skóla á Kjalarnesi sem tilheyrir Reykjavík þar sem við getum ekki sótt sömu þjónustu og hinir skólarnir innan sama sveitarfélags vegna samgangna. Það sjá það allir sem vilja sjá að þarna er skekkja og mismunun. Það eru fleiri þættir sem spila inn í sem ekki verða taldir upp hér sem bitna á börnunum. Vopn þeirra sem vilja setja út á skólakerfið og störf kennara eru oft niðurstöður PISA rannsóknanna. Með umfjöllun um PISA fylgir oft að kennarar þurfi að endurskoða störf sín, það þurfi að mennta þá betur og jafnvel lengja skóladaginn svo að börnin læri nú örugglega eitthvað. Það gleymist að horfa á heildarmyndina. Börnin sem kennararnir kenna eiga flest aðstandendur og þau eru bara hluta af vökutíma sínum í umsjón kennaranna. Grunnurinn er lagður heima. Og við sem störfum með börnum sjáum hvaða börn fá atlæti og hvaða börn fá það ekki. Ef við skoðun rauða þráðinn frá því að börn fæðast og þangað til þau verða átján ára þá er grunnurinn að því sem verið er að mæla í PISA lagður í frumbernsku. Geðtengsl barna, almennur þroski og máltaka eru vörður inn í lífið sem þarf að byggja á traustum grunni. Málhljóðin, hvernig málið er upp byggt, hugtakaskilningur og hvernig við notum tungumálið er eitthvað sem börn læra á sínum fyrstu mótunarárum. Við heyrum af því að það vanti að manna leikskólana svo að börn fái vistun en það er minna rætt um gæði leikskólastarfsins og það álag sem fylgir því að vera starfsmaður í leikskóla þar sem erfiðlega gengur að fá fagmenntað fólk til starfa. Ábyrgð þeirra sem þar starfa er mikil. Róðurinn er oft erfiður. Við erum með marga fagmenntaða og ófagmenntaða snillinga sem halda uppi starfinu í leikskólunum en það þarf að gera betur. Við sem störfum í grunnskólunum finnum fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn eru að vinna með börnunum í leikskólunum á máltökuskeiði þeirra því að við erum að fá til okkar börn, bæði af erlendu bergi og einnig íslensk, sem tala mjög vitlaust. Börn sem eiga erfitt með að bera fram íslensk málhljóð, kunna illa skil á uppbyggingu tungumálsins og skilja oft ekki einfalt íslenskt mál. Ofan á þessar áskoranir bætist síðan við mikill fjöldi innflytjenda sem er jafnvel að koma inn í skólana eftir að skólaárið hefst og sumir þeirra hafa aldrei verið í skóla. Kennarar kalla eftir úrræðum fyrir þessa hópa. Margir eru þeirrar skoðunar að koma eigi upp námsverum í skólum eða utan þeirra þar sem þessi börn eru undirbúin og aðlöguð inn í bekki en ekki send beint inn í bekk. Núna hugsa einhverjir sem svo að þessi úrræði séu til staðar í borginni en raunin er sú að þessum málaflokki fylgir ekki það fjármagn sem þarf og því fá ekki öll börn sem á þurfa að halda þessa þjónustu. Margt starfsfólk skóla er að sligast undan álagi. Fjármagnið sem átti að fylgja skóla án aðgreiningar kom ekki. Spara þurfti í hruninu og skólarnir tóku aldrei þátt í góðærinu. Það er aldrei réttur tími fyrir skólakerfið. Í dag erum við að glíma við skort á fagfólki á gólfinu með börnunum, vöntun á fjölbreyttum námsgögnum og leiðum við hæfi hvers og eins í skóla fjölbreytileikans, svo ég tali nú ekki um viðhaldsskuldir með tilheyrandi myglu. Við erum einnig að glíma við geðheilbrigðisvanda og flókin börn innan skólakerfisins sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt of mörg börn fá ekki þjónustu við hæfi. Fórnarkostnaðurinn er mikill og birtingamyndirnar margar. Vanlíðan, neikvætt atferli og almenn óhamingja sem hefur áhrif á líf margra barna og endurspeglast í námsgengi þeirra og ekki má gleyma afleiðum þeim sem neikvætt atferli barns getur haft á alla í kringum það. Við vitum að það er margt vel gert í skólum borgarinnar. Við sem störfum í skólunum vitum það því að það erum við sem vinnum þetta góða starf. Í gær átti samtal trúnaðarmanna og SFS að snúast um það sem mætti betur fara, því það er margt sem liggur þungt á starfsfólki skóla. Þegar kennarar eru farnir að upplifa það að þeir nái ekki að sinna þörfum þeirra barna sem þeir bera ábyrgð á þá erum við í vondum málum. Þetta er eins og með mygluna, við þurfum að uppræta meinið svo að húsið skemmist ekki og allt sem í því er. Fyrst og fremst þarf samtalið að eiga sér stað. Það þarf að viðurkenna vandann og finna leiðir til að gera betur. Ef kaka fellur er ekki nóg að kenna bara ofninum um því hráefnið, tæki, tól og sá sem bakar kökuna skipta líka miklu máli, og meira að segja bragðlaukar þess sem neyta hennar, frá akri og alla leið ofan í maga. Því miður erum við sem störfum í skólum alltaf að slökkva elda og við óttumst að bálið verði það stórt að við ráðum ekki við það. Þess vegna óskum við eftir samtali við yfirvöld. Við megum ekki missa fleiri einstaklinga út af sporinu í þessu litla þjóðfélagi okkar. Hættum að spara aurinn og kasta krónunni. Það þarf að hlúa að litla fólkinu okkar og horfa til framtíðar. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í Klébergsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er víst til.“ Á fundi trúnaðarmanna KFR með fulltrúum SFS í gær þá leið mér eins og verið væri að sannfæra mig um eitthvað sem ég trúði ekki að væri til. Það að segja að hljóð og mynd fari ekki saman er orðið svolítið þreytt orðatiltæki en átti svo sannarlega við á þessum fundi. Jólasveinninn í þessari samlíkingu er skólakerfi sem virkar eins og það á að virka. En eins og allir vita þá er jólasveinninn ekki til þó það séu til einstaklingar sem trúa því. Þau sem starfa í skólum landsins eru ekki í störfum sínum launanna vegna heldur hafa þau gaman að því að starfa með börnum og er annt um skólasamfélagið. Allt sem er í gangi í þjóðfélaginu hefur snertiflöt inn í skólana og starfsfólk þeirra vill leggja sitt af mörkum til að láta gangverkið virka. Um er að ræða fagfólk á sínu sviði sem þarf oft að máta hlutverk annarra fagstétta til að láta hlutina ganga upp í raunaðstæðum. Við kennarar fáum oft að heyra það að við séum of fjölmenn stétt. Of fjölmenn til að fá kjarabætur og í gær upplifði ég að við værum of fjölmenn til að fá orðið. Raunin er sú að það þarf að hlusta á okkur því það erum við sem erum á gólfinu og það erum við sem þurfum að takast á við áskoranirnar í skólunum ásamt öðrum. Skólakerfið tekur breytingum og það á að gera það. Kerfið sem ég byrjaði að starfa í fyrir þrjátíu árum síðan er ólíkt því kerfi sem er í dag, bæði á góðan og slæman hátt. Ég byrjaði að kenna þegar grunnskólarnir voru að færast frá ríki og yfir til sveitafélaga. Margir vilja meina að sveitafélögin hafi verið illa svikin og að fjármagnið sem átti að fylgja með skólunum hafi aldrei skilað sér að fullu. Pólitíkin valdi því síðan að boltanum er kastað á milli án þess að teknar séu ákvarðanir um þætti sem brýnt er að bæta barnanna vegna. Ég ætla ekki að taka þá umræðu hér að enn er lítill skilningur á því að kennarastarfið er ólíkt öðrum störfum. Við þurfum að hætta að bera saman fisk og apa, apinn getur mögulega klifrað í tré sem fiskurinn ræður illa við. Við erum enn á þeim stað í íslensku samfélagi að fjölskyldur hlaupa á hamstrahjóli. Gæðastundir barna með aðstandendum sínum eru oft fáar því hamstrahjólið má ekki stoppa því þá ná endar kannski ekki saman. Geðheilbrigðiskerfið er búið að vera lengi í lamasessi og hefur þörfin fyrir þjónustu þess sjaldan verið meiri. Kennarar eru ekki vælandi sérhlífnir einstaklingar sem nenna ekki að vinna vinnuna sína eins og margir virðast halda. Kennarar eru upp til hópa vel menntað, lausnamiðað hugsjónafólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur velferð og menntun skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og flestir þeirra vinna mun meira en þeir fá borgað fyrir. Þegar kennarar reyna að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu þá heyra þeir oft að þeir eigi bara að skipuleggja sig betur eða rýna í eigin rann og finna betri leiðir til að koma til móts við nemendur. Til að koma barni til manns þá er ekki nóg að gefa því bara gulrætur þó þær séu hollar. Það þarf mun fjölbreyttara fæði en það. Áður en ég fer að feta þá slóð sem ég ætla að fara í næstu línum þá vil ég taka fram að ég tel mig hvorki fordómafulla né þröngsýna. Ég vil frekar meina að ég sé jákvæð að eðlisfari og lausnamiðuð eins og flest samstarfsfólk mitt er. Það að ég skuli afsaka mig svona segir svolítið mikið um þá stöðu sem við kennarar stöndum frammi fyrir í dag. Við þorum varla að opna munninn og tala um hlutina eins og þeir eru því við erum svo hræddir um að vera dæmdir. Við eigum að geta átt málefnalegt samtal. Við eigum að geta talað um það sem vel er gert og líka það sem betur má fara. Staðreyndin er sú að það er misjafnlega gefið til skólanna og exelskjölin eru ekki að virka. Margt hefur áhrif á skólastarf. Það fylgja oft ekki peningar með flóknustu nemendunum. Skólar eru frá því að hafa fimm prósent nemenda af erlendu bergi og upp í að vera með yfir níutíu prósent hlutfall og það er mikill munur. Svo skiptir staðsetning skóla líka máli. Ég hef kennt í skóla í miðbæ Reykjavíkur þar sem við gátum gengið á næsta safn eða viðburð sem var í boði á vegum borgarinnar og kenni núna í skóla á Kjalarnesi sem tilheyrir Reykjavík þar sem við getum ekki sótt sömu þjónustu og hinir skólarnir innan sama sveitarfélags vegna samgangna. Það sjá það allir sem vilja sjá að þarna er skekkja og mismunun. Það eru fleiri þættir sem spila inn í sem ekki verða taldir upp hér sem bitna á börnunum. Vopn þeirra sem vilja setja út á skólakerfið og störf kennara eru oft niðurstöður PISA rannsóknanna. Með umfjöllun um PISA fylgir oft að kennarar þurfi að endurskoða störf sín, það þurfi að mennta þá betur og jafnvel lengja skóladaginn svo að börnin læri nú örugglega eitthvað. Það gleymist að horfa á heildarmyndina. Börnin sem kennararnir kenna eiga flest aðstandendur og þau eru bara hluta af vökutíma sínum í umsjón kennaranna. Grunnurinn er lagður heima. Og við sem störfum með börnum sjáum hvaða börn fá atlæti og hvaða börn fá það ekki. Ef við skoðun rauða þráðinn frá því að börn fæðast og þangað til þau verða átján ára þá er grunnurinn að því sem verið er að mæla í PISA lagður í frumbernsku. Geðtengsl barna, almennur þroski og máltaka eru vörður inn í lífið sem þarf að byggja á traustum grunni. Málhljóðin, hvernig málið er upp byggt, hugtakaskilningur og hvernig við notum tungumálið er eitthvað sem börn læra á sínum fyrstu mótunarárum. Við heyrum af því að það vanti að manna leikskólana svo að börn fái vistun en það er minna rætt um gæði leikskólastarfsins og það álag sem fylgir því að vera starfsmaður í leikskóla þar sem erfiðlega gengur að fá fagmenntað fólk til starfa. Ábyrgð þeirra sem þar starfa er mikil. Róðurinn er oft erfiður. Við erum með marga fagmenntaða og ófagmenntaða snillinga sem halda uppi starfinu í leikskólunum en það þarf að gera betur. Við sem störfum í grunnskólunum finnum fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn eru að vinna með börnunum í leikskólunum á máltökuskeiði þeirra því að við erum að fá til okkar börn, bæði af erlendu bergi og einnig íslensk, sem tala mjög vitlaust. Börn sem eiga erfitt með að bera fram íslensk málhljóð, kunna illa skil á uppbyggingu tungumálsins og skilja oft ekki einfalt íslenskt mál. Ofan á þessar áskoranir bætist síðan við mikill fjöldi innflytjenda sem er jafnvel að koma inn í skólana eftir að skólaárið hefst og sumir þeirra hafa aldrei verið í skóla. Kennarar kalla eftir úrræðum fyrir þessa hópa. Margir eru þeirrar skoðunar að koma eigi upp námsverum í skólum eða utan þeirra þar sem þessi börn eru undirbúin og aðlöguð inn í bekki en ekki send beint inn í bekk. Núna hugsa einhverjir sem svo að þessi úrræði séu til staðar í borginni en raunin er sú að þessum málaflokki fylgir ekki það fjármagn sem þarf og því fá ekki öll börn sem á þurfa að halda þessa þjónustu. Margt starfsfólk skóla er að sligast undan álagi. Fjármagnið sem átti að fylgja skóla án aðgreiningar kom ekki. Spara þurfti í hruninu og skólarnir tóku aldrei þátt í góðærinu. Það er aldrei réttur tími fyrir skólakerfið. Í dag erum við að glíma við skort á fagfólki á gólfinu með börnunum, vöntun á fjölbreyttum námsgögnum og leiðum við hæfi hvers og eins í skóla fjölbreytileikans, svo ég tali nú ekki um viðhaldsskuldir með tilheyrandi myglu. Við erum einnig að glíma við geðheilbrigðisvanda og flókin börn innan skólakerfisins sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt of mörg börn fá ekki þjónustu við hæfi. Fórnarkostnaðurinn er mikill og birtingamyndirnar margar. Vanlíðan, neikvætt atferli og almenn óhamingja sem hefur áhrif á líf margra barna og endurspeglast í námsgengi þeirra og ekki má gleyma afleiðum þeim sem neikvætt atferli barns getur haft á alla í kringum það. Við vitum að það er margt vel gert í skólum borgarinnar. Við sem störfum í skólunum vitum það því að það erum við sem vinnum þetta góða starf. Í gær átti samtal trúnaðarmanna og SFS að snúast um það sem mætti betur fara, því það er margt sem liggur þungt á starfsfólki skóla. Þegar kennarar eru farnir að upplifa það að þeir nái ekki að sinna þörfum þeirra barna sem þeir bera ábyrgð á þá erum við í vondum málum. Þetta er eins og með mygluna, við þurfum að uppræta meinið svo að húsið skemmist ekki og allt sem í því er. Fyrst og fremst þarf samtalið að eiga sér stað. Það þarf að viðurkenna vandann og finna leiðir til að gera betur. Ef kaka fellur er ekki nóg að kenna bara ofninum um því hráefnið, tæki, tól og sá sem bakar kökuna skipta líka miklu máli, og meira að segja bragðlaukar þess sem neyta hennar, frá akri og alla leið ofan í maga. Því miður erum við sem störfum í skólum alltaf að slökkva elda og við óttumst að bálið verði það stórt að við ráðum ekki við það. Þess vegna óskum við eftir samtali við yfirvöld. Við megum ekki missa fleiri einstaklinga út af sporinu í þessu litla þjóðfélagi okkar. Hættum að spara aurinn og kasta krónunni. Það þarf að hlúa að litla fólkinu okkar og horfa til framtíðar. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í Klébergsskóla.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar