Frumsýning á Opel Corsa hefst í dag hjá Brimborg Brimborg 8. febrúar 2024 08:42 Brimborg frumsýnir nýjan Opel Corsa Electric dagana 8. til 17. febrúar. Eru það stór tíðindi? „YES OF CORSA“ Nýr Opel Corsa Electric verður frumsýndur dagana 8.-17. febrúar í Brimborg Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Opel Corsa Electric sameinar framúrskarandi hönnun, einstaka tækni, rafmagnaða orku og akstursupplifun sem kallar fram ljómandi bros. Þessi nýja útgáfa af bílnum hefur vakið mikla athygli erlendis og þegar unnið Autonis hönnunarverðlaunin frá Auto Motor und Sport fyrir bestu nýju hönnunina í sínum stærðarflokki. Það má með sanni segja að ný hönnun Opel Corsa Electric gleðji augað. Þar á meðal er hinn nýi einkennandi Opel Vizor framendi með nýja Opel merkinu fyrir miðju, en það var uppfært á síðasta ári til að endurspegla betur stefnu bílamerkisins í átt að rafvæddri framtíð. Ný tækni gerir aksturinn bæði afslappaðri og skemmtilegri, m.a. með nýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 10” litasnertiskjá. Þessi nýjasta útgáfa af metsölubílnum Corsa státar af hátækni undir vélarhlífinni og kemur nú með aflmeiri rafhlöðu sem gefur allt að 405 kílómetra drægni samkvæmt WLTP staðli. Djarfur og stílhreinn með Opel Vizor framenda Þýsk nákvæmni niður í minnstu smáatriði og fullkomin hlutföll, skila djörfu og stílhreinu útliti í nýjum Opel Corsa Electric. Hönnuðir Opel hafa endurskapað Corsa í nútímalegri og flottari mynd. Opel Vizor framendinn, með hinu einkennandi nýja Opel merki ásamt svörtu „skyggni“ sem prýðir framhlið Corsa og sameinar grillið, LED framljósin og Opel merkið hnökralaust í eina heild. Hliðarnar á Corsa heilla einnig með einkennandi línum og persónuleika. Gluggapósturinn að aftan gerir það að verkum að svart þakið, sem er fáanlegt í GS útgáfu, virðist fljóta fyrir ofan ökutækið. Nýr grafíkgrár litur er nú einnig fáanlegur í fyrsta skipti og gefur bílnum spennandi og nútímalegt yfirbragð. Notendavænn og tæknilegur Þökk sé fjölmörgum nýjum eiginleikum státar Corsa Electric af mínímalísku og notendavænu innra rými. Nýtt áklæði og nýtt stýri leggja sitt m.a. sitt að mörkum en hápunkturinn er hið nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 10“ skjá. Skjáirnir eru skýrari og auðveldara er að nálgast allar mikilvægustu upplýsingarnar. Snjallsímar geta nú einnig tengst afþreyingarkerfi ökutækisins þráðlaust með Apple CarPlay og Android Auto. Öruggari akstur með ökumannsaðstoð Opel Corsa Electric er fáanlegur með IntelliLux® Matrix LED framljósum af bestu gerð og sjálfvirka háuljósaaðstoð sem lækkar ljósin ef bíll nálgast og eykur þannig öryggi við aksturinn. Háþróuð ökumannsaðstoð Opel Corsa Electric gerir aksturinn öruggari, auðveldari og skemmtilegri. Veglínuskynjun lætur þig vita ef þú ferð yfir veglínu, hraðastillir með hraðatakmarkara heldur þér á réttum hraða, umferðaskiltaaðstoð sem les umferðarskilti og sýnir upplýsingar í mælaborði um hraðatakmarkanir. Opel Corsa er einnig búinn snjallöryggishemlun sem gerir ökumanni viðvart ef árekstur er líklegur og virkjar hemlun ef ekkert er aðhafst. Blindpunktsaðvörun lætur vita með blikkandi ljósi í ytri speglum þegar ökutæki eru innan blindpunktasvæðis þíns og eykur öryggi. Nýr rafmótor, aukin drægni og öflugri rafhlaða Nýr Corsa Electric tekur útblásturslaus ferðalög án málamiðlana nú upp á næsta þrep með meira afli og aukinni drægni. Corsa Electric er fáanlegur með tveimur rafhlöðustærðum. Annars vegar 50 kWh drifrafhlöðu með öflugum rafmótor sem skilar 100 kW/136 hestöflum og drægni allt að 361 kílómetra og hins vegar 51 kWh drifrafhlöðu með nýjum rafmótor sem skilar 115 kW /156 hestöflum og allt að 405 kílómetra drægni samkvæmt WLTP staðlinum. Opel Corsa Electric býður upp á framúrskarandi drægni, öfluga hraðhleðslu, enga losun við akstur, einstaka hröðun sem einkennir rafbíla og akstursupplifun sem kallar fram ljómandi bros. Rafhlaðan í Corsa Electric er snögg að hlaða og í hraðhleðslu nær rafhlaðan allt að 80% hleðslu frá aðeins 27 mínútum (frá 20-80% prósent). Fjarstýrð forhitun eykur þægindin og tryggir heitan bíl þegar hentar Opel Corsa Electric er með forhitun ýmist í appi eða í skjá sem tryggir ávallt heitan bíl og losar notandann við að skafa á köldum vetrardögum. Hægt er að tímastilla forhitun á einfaldan og þægilegan hátt. Fjarstýrð virkni gerir einnig kleift að fjarstýra forhitun í MyOpel® appinu úr síma. Einnig er einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði. YES OF CORSA Léttleiki og skemmtileg framsetning í markaðssetningu á nýrri uppfærslu Opel Corsa Electric, með slagorðinu YES OF CORSA, hefur víða vakið athygli í auglýsingaheiminum víða erlendis. Herferðin er alþjóðleg og er spurningum um bílinn varpað fram og ætíð svarað á ensku með slagorðinu YES OF CORSA og með því lögð áhersla á þá stefnu bílamerkisins að vera frammúrskarandi á sviði rafvæðingar. Ýmiskonar skemmtilegar uppákomur hafa skapast í kringum herferðina og má nefna sem dæmi brúðkaup í Þýskalandi þar sem brúðhjónin strengdu heitin með slagorðinu YES OF CORSA. Hægt að skoða bíla á lager í Vefsýningarsal Brimborgar Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna Opel Corsa Electric rafbíla sem eru komnir til landsins og geta kaupendur skoðað glæsilega, nýjan Opel Corsa Electric þar og valið draumabílinn. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Einnig stendur til boða að fá Opel Corsa Electric í langtímaleigu þar sem nánast allt er innifalið nema rafmagn. Upplýsingar um langtímaleiguverð í Vefsýningarsal Brimborgar. Smelltu hér til að skoða Opel Corsa Electric. Þýsk gæði Opel staðfest með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu Þýsk gæði Opel bíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Sérkjör í hraðhleðslu til viðskiptavina Opel á Íslandi og Brimborg bjóða viðskiptavinum sínum sérlega hagstæð kjör á hleðslustöðvum og uppsetningu þeirra ásamt sérkjörum í hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku. Söluráðgjafar Opel veita allar upplýsingar um kjör til viðskiptavina. Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Opel Corsa Electric sameinar framúrskarandi hönnun, einstaka tækni, rafmagnaða orku og akstursupplifun sem kallar fram ljómandi bros. Þessi nýja útgáfa af bílnum hefur vakið mikla athygli erlendis og þegar unnið Autonis hönnunarverðlaunin frá Auto Motor und Sport fyrir bestu nýju hönnunina í sínum stærðarflokki. Það má með sanni segja að ný hönnun Opel Corsa Electric gleðji augað. Þar á meðal er hinn nýi einkennandi Opel Vizor framendi með nýja Opel merkinu fyrir miðju, en það var uppfært á síðasta ári til að endurspegla betur stefnu bílamerkisins í átt að rafvæddri framtíð. Ný tækni gerir aksturinn bæði afslappaðri og skemmtilegri, m.a. með nýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 10” litasnertiskjá. Þessi nýjasta útgáfa af metsölubílnum Corsa státar af hátækni undir vélarhlífinni og kemur nú með aflmeiri rafhlöðu sem gefur allt að 405 kílómetra drægni samkvæmt WLTP staðli. Djarfur og stílhreinn með Opel Vizor framenda Þýsk nákvæmni niður í minnstu smáatriði og fullkomin hlutföll, skila djörfu og stílhreinu útliti í nýjum Opel Corsa Electric. Hönnuðir Opel hafa endurskapað Corsa í nútímalegri og flottari mynd. Opel Vizor framendinn, með hinu einkennandi nýja Opel merki ásamt svörtu „skyggni“ sem prýðir framhlið Corsa og sameinar grillið, LED framljósin og Opel merkið hnökralaust í eina heild. Hliðarnar á Corsa heilla einnig með einkennandi línum og persónuleika. Gluggapósturinn að aftan gerir það að verkum að svart þakið, sem er fáanlegt í GS útgáfu, virðist fljóta fyrir ofan ökutækið. Nýr grafíkgrár litur er nú einnig fáanlegur í fyrsta skipti og gefur bílnum spennandi og nútímalegt yfirbragð. Notendavænn og tæknilegur Þökk sé fjölmörgum nýjum eiginleikum státar Corsa Electric af mínímalísku og notendavænu innra rými. Nýtt áklæði og nýtt stýri leggja sitt m.a. sitt að mörkum en hápunkturinn er hið nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 10“ skjá. Skjáirnir eru skýrari og auðveldara er að nálgast allar mikilvægustu upplýsingarnar. Snjallsímar geta nú einnig tengst afþreyingarkerfi ökutækisins þráðlaust með Apple CarPlay og Android Auto. Öruggari akstur með ökumannsaðstoð Opel Corsa Electric er fáanlegur með IntelliLux® Matrix LED framljósum af bestu gerð og sjálfvirka háuljósaaðstoð sem lækkar ljósin ef bíll nálgast og eykur þannig öryggi við aksturinn. Háþróuð ökumannsaðstoð Opel Corsa Electric gerir aksturinn öruggari, auðveldari og skemmtilegri. Veglínuskynjun lætur þig vita ef þú ferð yfir veglínu, hraðastillir með hraðatakmarkara heldur þér á réttum hraða, umferðaskiltaaðstoð sem les umferðarskilti og sýnir upplýsingar í mælaborði um hraðatakmarkanir. Opel Corsa er einnig búinn snjallöryggishemlun sem gerir ökumanni viðvart ef árekstur er líklegur og virkjar hemlun ef ekkert er aðhafst. Blindpunktsaðvörun lætur vita með blikkandi ljósi í ytri speglum þegar ökutæki eru innan blindpunktasvæðis þíns og eykur öryggi. Nýr rafmótor, aukin drægni og öflugri rafhlaða Nýr Corsa Electric tekur útblásturslaus ferðalög án málamiðlana nú upp á næsta þrep með meira afli og aukinni drægni. Corsa Electric er fáanlegur með tveimur rafhlöðustærðum. Annars vegar 50 kWh drifrafhlöðu með öflugum rafmótor sem skilar 100 kW/136 hestöflum og drægni allt að 361 kílómetra og hins vegar 51 kWh drifrafhlöðu með nýjum rafmótor sem skilar 115 kW /156 hestöflum og allt að 405 kílómetra drægni samkvæmt WLTP staðlinum. Opel Corsa Electric býður upp á framúrskarandi drægni, öfluga hraðhleðslu, enga losun við akstur, einstaka hröðun sem einkennir rafbíla og akstursupplifun sem kallar fram ljómandi bros. Rafhlaðan í Corsa Electric er snögg að hlaða og í hraðhleðslu nær rafhlaðan allt að 80% hleðslu frá aðeins 27 mínútum (frá 20-80% prósent). Fjarstýrð forhitun eykur þægindin og tryggir heitan bíl þegar hentar Opel Corsa Electric er með forhitun ýmist í appi eða í skjá sem tryggir ávallt heitan bíl og losar notandann við að skafa á köldum vetrardögum. Hægt er að tímastilla forhitun á einfaldan og þægilegan hátt. Fjarstýrð virkni gerir einnig kleift að fjarstýra forhitun í MyOpel® appinu úr síma. Einnig er einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyOpel® appinu ásamt því að vera með yfirsýn um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði. YES OF CORSA Léttleiki og skemmtileg framsetning í markaðssetningu á nýrri uppfærslu Opel Corsa Electric, með slagorðinu YES OF CORSA, hefur víða vakið athygli í auglýsingaheiminum víða erlendis. Herferðin er alþjóðleg og er spurningum um bílinn varpað fram og ætíð svarað á ensku með slagorðinu YES OF CORSA og með því lögð áhersla á þá stefnu bílamerkisins að vera frammúrskarandi á sviði rafvæðingar. Ýmiskonar skemmtilegar uppákomur hafa skapast í kringum herferðina og má nefna sem dæmi brúðkaup í Þýskalandi þar sem brúðhjónin strengdu heitin með slagorðinu YES OF CORSA. Hægt að skoða bíla á lager í Vefsýningarsal Brimborgar Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna Opel Corsa Electric rafbíla sem eru komnir til landsins og geta kaupendur skoðað glæsilega, nýjan Opel Corsa Electric þar og valið draumabílinn. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Einnig stendur til boða að fá Opel Corsa Electric í langtímaleigu þar sem nánast allt er innifalið nema rafmagn. Upplýsingar um langtímaleiguverð í Vefsýningarsal Brimborgar. Smelltu hér til að skoða Opel Corsa Electric. Þýsk gæði Opel staðfest með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu Þýsk gæði Opel bíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda. Sérkjör í hraðhleðslu til viðskiptavina Opel á Íslandi og Brimborg bjóða viðskiptavinum sínum sérlega hagstæð kjör á hleðslustöðvum og uppsetningu þeirra ásamt sérkjörum í hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku. Söluráðgjafar Opel veita allar upplýsingar um kjör til viðskiptavina.
Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira