Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 07:47 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Ljóst er að lagið verður flutt á herbresku. Eurovision Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983. Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983.
Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira