Brasilísk bomba berbrjósta við Grindavíkurskilti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 16:15 Chris Galera við Grindavíkurskiltið. Chris Galera Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi. Líklega er um einhverja furðulegustu frétt að ræða sem tengist Grindavík undanfarnar vikur og mánuði. Brasilíska ævintýrakonan heitir Chris Galera og hefur meðal annars unnið sér það til afreka að sitja fyrir hjá Playboy tímaritinu í Ástralíu. Yfir sjö hundrað þúsund manns fylgja henni á Instagram. Í viðtali við The U.S. Sun segir að Galera elski að fækka fötum og láta mynda sig á þekktum stöðum og skipti engum toga þótt almenningur verði vitni að myndatökunni. Hefur hún stillt sér upp fáklæddri á fjölförnum ferðamannastöðum í London og New York svo dæmi séu tekin. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Stundum sleppir hún geirvörtunum lausum eins og var tilfellið í Íslandsheimsókn hennar á dögunum. Galera var þá stödd við Grindavíkurskilti í um fimmtán kílómetra akstursfjarlægð frá bænum. Hún segist einnig hafa klætt sig úr öllum fötunum á fjölförnum ferðamannastað en þá hafi lögregluna borið að garði. „Þau sögðu að ég væri í almannarými þar sem væri að finna fjölskyldur og börn og ég mætti ekki gera þetta þarna,“ segir Galera. Óljóst er hvaða stað um ræðir en Galera segir að fjöldi ferðamanna hafi verið á svæðinu. Hún hafi hins vegar glímt við alvarlegra vandamál en lögregluna. Henni hafi verið orðið svo svakalega kalt að hún hafi fengið ofkælingu. Klukkustund á spítalanum með heitan drykk í hönd hafi dugað til að koma henni í góðan gír á ný. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Úr viðtalinu við Galera í The U.S. Sun og af samfélagsmiðlum hennar má greina að hún sé mjög stolt af líkama sínum og rétti sínum til að afklæðast. Vinna í nektarbransanum hafi skapað henni mörg tækifæri. Þá sé um að ræða réttindamál fyrir konur í heimi þar sem karlar megi gera hvað sem þeir vilji á meðan konur þurfi að stíga varlega til jarðar. Hún segist njóta fulls stuðnings kærasta síns, sem var með henni á nokkurra vikna flandri um Ísland, og sömuleiðis fjölskyldu sinnar. Galera myndaði sig á jökli, leitaði uppi eldfjöll á Suðurlandi til að hafa í bakgrunni og fór alla leið austur fyrir Höfn í Hornafirði. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Mestan hluta tímans var hún kappklædd en þegar færi gafst, fækkaði hún fötum og lét mynda sig á sundfötum. Myndatakan við Grindavíkurskiltið virðist hafa staðið upp úr. „Ég elska Ísland. Mig langar að búa þar á næsta ári því landið er stórkostlegt,“ segir Galera í viðtalinu. Draumur hennar hafi verið að sjá eldfjall og Grindavík en bærinn hafi verið lokaður fólki. „Til að skrásetja veru mína þar ákvað ég að vera nakinn fyrir framan Grindavíkurskiltið,“ segir Galera. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) „Ég fékk ekki aðgang en brjóstin mín voru þarna,“ bætir hún við. Fréttastofa hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum fyrirspurn vegna frásagnar Galeru af fyrrnefndum afskiptum lögreglu. Ort um þá brjóstagóðu Agnar Ólason, vélstjóri hjá Samskipum, birti þetta ljóð um heimsókn þeirrar brasilísku til Íslands. Til Grindavíkur leiðin lá hjá lipurtá. Klæðum sínum fletti frá, furðu kná. Fljótt varð kalt, því frost var á, flúði ólga. Dómur læknis: „jamm og já, júgurbólga...“ Ferðamennska á Íslandi Grindavík Brasilía Lögreglumál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Líklega er um einhverja furðulegustu frétt að ræða sem tengist Grindavík undanfarnar vikur og mánuði. Brasilíska ævintýrakonan heitir Chris Galera og hefur meðal annars unnið sér það til afreka að sitja fyrir hjá Playboy tímaritinu í Ástralíu. Yfir sjö hundrað þúsund manns fylgja henni á Instagram. Í viðtali við The U.S. Sun segir að Galera elski að fækka fötum og láta mynda sig á þekktum stöðum og skipti engum toga þótt almenningur verði vitni að myndatökunni. Hefur hún stillt sér upp fáklæddri á fjölförnum ferðamannastöðum í London og New York svo dæmi séu tekin. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Stundum sleppir hún geirvörtunum lausum eins og var tilfellið í Íslandsheimsókn hennar á dögunum. Galera var þá stödd við Grindavíkurskilti í um fimmtán kílómetra akstursfjarlægð frá bænum. Hún segist einnig hafa klætt sig úr öllum fötunum á fjölförnum ferðamannastað en þá hafi lögregluna borið að garði. „Þau sögðu að ég væri í almannarými þar sem væri að finna fjölskyldur og börn og ég mætti ekki gera þetta þarna,“ segir Galera. Óljóst er hvaða stað um ræðir en Galera segir að fjöldi ferðamanna hafi verið á svæðinu. Hún hafi hins vegar glímt við alvarlegra vandamál en lögregluna. Henni hafi verið orðið svo svakalega kalt að hún hafi fengið ofkælingu. Klukkustund á spítalanum með heitan drykk í hönd hafi dugað til að koma henni í góðan gír á ný. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Úr viðtalinu við Galera í The U.S. Sun og af samfélagsmiðlum hennar má greina að hún sé mjög stolt af líkama sínum og rétti sínum til að afklæðast. Vinna í nektarbransanum hafi skapað henni mörg tækifæri. Þá sé um að ræða réttindamál fyrir konur í heimi þar sem karlar megi gera hvað sem þeir vilji á meðan konur þurfi að stíga varlega til jarðar. Hún segist njóta fulls stuðnings kærasta síns, sem var með henni á nokkurra vikna flandri um Ísland, og sömuleiðis fjölskyldu sinnar. Galera myndaði sig á jökli, leitaði uppi eldfjöll á Suðurlandi til að hafa í bakgrunni og fór alla leið austur fyrir Höfn í Hornafirði. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) Mestan hluta tímans var hún kappklædd en þegar færi gafst, fækkaði hún fötum og lét mynda sig á sundfötum. Myndatakan við Grindavíkurskiltið virðist hafa staðið upp úr. „Ég elska Ísland. Mig langar að búa þar á næsta ári því landið er stórkostlegt,“ segir Galera í viðtalinu. Draumur hennar hafi verið að sjá eldfjall og Grindavík en bærinn hafi verið lokaður fólki. „Til að skrásetja veru mína þar ákvað ég að vera nakinn fyrir framan Grindavíkurskiltið,“ segir Galera. View this post on Instagram A post shared by Cris Galera (@cristianegaleraoficial) „Ég fékk ekki aðgang en brjóstin mín voru þarna,“ bætir hún við. Fréttastofa hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum fyrirspurn vegna frásagnar Galeru af fyrrnefndum afskiptum lögreglu. Ort um þá brjóstagóðu Agnar Ólason, vélstjóri hjá Samskipum, birti þetta ljóð um heimsókn þeirrar brasilísku til Íslands. Til Grindavíkur leiðin lá hjá lipurtá. Klæðum sínum fletti frá, furðu kná. Fljótt varð kalt, því frost var á, flúði ólga. Dómur læknis: „jamm og já, júgurbólga...“
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Brasilía Lögreglumál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira