Erlent

Mót­mæla líkt og franskir starfs­bræður sínir

Telma Tómasson skrifar
Bændur meðal annars í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Ítalíu og nú Spáni hafa ekið dráttarvélum sínum inn í borgir og bæi.
Bændur meðal annars í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Ítalíu og nú Spáni hafa ekið dráttarvélum sínum inn í borgir og bæi. AP

Spænskir bændur hafa nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu úr starfsstéttinni sem hafa mótmælt undanfarið víða um Evrópu.

Þess er krafist að regluverk Evrópusambandsins sé gert sveigjanlegra er varðar búgreinar og afurðaframleiðslu og að eftirlit verði hert með framleiðslu ríkja utan ESB. Þá er farið fram á meiri ríkisstuðning, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Bændur meðal annars í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Ítalíu og nú Spáni hafa ekið dráttarvélum sínum inn í borgir og bæi, valdið umferðartöfum og jafnvel sturtað skepnuskít á götur og gangstéttir.

Bændurnir segja að stíft regluverk ESB í sameiginlegri landbúnaðarstefnu, auk mikils eldsneytis- og orkukostnaðar, alfarið koma í veg fyrir að greinin geti skilað hagnaði.

AP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×