„Miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 12:30 Ronald Koeman er nú landsliðsþjálfari Hollendinga og hér er hann með aðstoðarmönnum sínum Sipke Hulshoff, Erwin Koeman og Patrick Lodewijks. Getty/OLAF KRAAK Ronald Koeman, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, skilur vel kvartanir Xavi um hversu erfitt sé að vinna í kringum alla pólitíkina í spænska félaginu. Xavi tilkynnti það á dögunum að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona liðsins í sumar. Xavi hefur síðan sagt frá því að hann njóti ekki lífsins sem þjálfari Barcelona og að hann líti á það sem svo að starf hans sé ekki mikils metið. Koeman missti starfið til Xavi í nóvember 2021. „Það er miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca. Ég mátti líka þola mikla pressu og stress. Þetta er erfiðasta starfið sem ég hef unnið,“ sagði Koeman. ESPN segir frá. „Ég skil Xavi. Í mínu tilfelli þá átti ég í deilum við forsetann [Joan Laporta]. Í hans tilfelli þá er hann Katalóníumaður og sonur félagsins. Hann hefur einnig komist að því að það það er svo miklu skemmtilegra og fallegra að vera leikmaður félagsins en að vera þjálfari þess. Það var mjög erfitt fyrir mig að þjálfa Barcelona,“ sagði Koeman. „Með fullri virðingu þá var Xavi þjálfari í Katar. Hann kemur síðan til Barelona. Þar þarf hann að eiga við alla hluti,“ sagði Koeman. „Hann hefur alltaf fengið hrós en nú fær hann að kynnast hinni hliðinni. Fjölmiðlar miða byssu á þig og pólitíkin hjá félaginu er ekki indæl heldur. Vandamálið liggur í stjórn félagsins,“ sagði Koeman. „Þeir verða að passa það að þjálfarinn fái að njóta sín. Ég var ekki búinn á því andlega en mátti þola pressu og álag í vinnunni hjá félaginu. Það er ekki gaman þegar börnin þín gráta þegar þú tapar leik,“ sagði Koeman. Koeman on Xavi outgoing: Barcelona politics makes job tough - ESPN https://t.co/3qehUyMPd6— Politic-tees (@Politic_Tee) February 5, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Xavi tilkynnti það á dögunum að hann myndi hætta sem þjálfari Barcelona liðsins í sumar. Xavi hefur síðan sagt frá því að hann njóti ekki lífsins sem þjálfari Barcelona og að hann líti á það sem svo að starf hans sé ekki mikils metið. Koeman missti starfið til Xavi í nóvember 2021. „Það er miklu skemmtilegra að vera leikmaður Barca en þjálfari Barca. Ég mátti líka þola mikla pressu og stress. Þetta er erfiðasta starfið sem ég hef unnið,“ sagði Koeman. ESPN segir frá. „Ég skil Xavi. Í mínu tilfelli þá átti ég í deilum við forsetann [Joan Laporta]. Í hans tilfelli þá er hann Katalóníumaður og sonur félagsins. Hann hefur einnig komist að því að það það er svo miklu skemmtilegra og fallegra að vera leikmaður félagsins en að vera þjálfari þess. Það var mjög erfitt fyrir mig að þjálfa Barcelona,“ sagði Koeman. „Með fullri virðingu þá var Xavi þjálfari í Katar. Hann kemur síðan til Barelona. Þar þarf hann að eiga við alla hluti,“ sagði Koeman. „Hann hefur alltaf fengið hrós en nú fær hann að kynnast hinni hliðinni. Fjölmiðlar miða byssu á þig og pólitíkin hjá félaginu er ekki indæl heldur. Vandamálið liggur í stjórn félagsins,“ sagði Koeman. „Þeir verða að passa það að þjálfarinn fái að njóta sín. Ég var ekki búinn á því andlega en mátti þola pressu og álag í vinnunni hjá félaginu. Það er ekki gaman þegar börnin þín gráta þegar þú tapar leik,“ sagði Koeman. Koeman on Xavi outgoing: Barcelona politics makes job tough - ESPN https://t.co/3qehUyMPd6— Politic-tees (@Politic_Tee) February 5, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira