Húðrútína ungmenna geti valdið skaða til framtíðar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 21:00 Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöru verslunarinnar Beautybox. „Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. Í þættinum ræða þær mikilvægi þess að ungmenni gæti að notkun á húðvörum með virkum efnum sem geta valdið húð þeirra meiri skaða en ella. „Því yngri sem þú ert því hraðari endurnýjun er á húðinni og mikið af þessum anti-aging vörum eru einmitt til að flýta fyrir þessari endurnýjun sem að ung húð þarf ekki á að halda sem getur þar af leiðandi farið að valda meiri skaða og jafnvel útbrotum og bólum og alls konar veseni, þannig að þú ert kominn í þennan vítahring,“ segir Íris Björk í þættinum. Fegrunaraðgerðir og fílterar Að sögn Írisar eru ungmenni komin með óraunhæfar kröfur um útlit húðarinnar með tilkomu samfélagsmiðla. „Þetta er orðið svo mikil þráhyggja því það eru allir þessir filterar sem hægt er að nota á samfélagsmiðlum og ungir krakkar og fullorðið fólk er að horfa á þetta og hugsar með sér, af hverju get ég ekki bara verið svona?“ segir Íris Björk: „Mér þykir mikilvægt að nefna þetta því við megum ekki gleyma því að áhrifavaldar eru jafnvel að auglýsa alls konar húðvörur sem eiga að færa þér eilífðar slétta húð, án þess þó að nefna þær fegrunaraðgerðir sem hann eða hún hefur farið í eða filtera sem eru notaðir.“ Húðsmánun hin nýja fitusmánun Í þættinum ræða Íris og Marín Manda pistil sem Írisi skrifaði á vef Beautybox á dögunum, Er húðsmánun nýja fitusmánunin?. Þar segir hún hvernig „fatshaming“ sem var ráðandi upp úr aldamótum hefur snúist upp í „skinshaming“ og hvering það hefur komið til vegna samfélagsmiðla. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Börn og uppeldi Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Sjá meira
Í þættinum ræða þær mikilvægi þess að ungmenni gæti að notkun á húðvörum með virkum efnum sem geta valdið húð þeirra meiri skaða en ella. „Því yngri sem þú ert því hraðari endurnýjun er á húðinni og mikið af þessum anti-aging vörum eru einmitt til að flýta fyrir þessari endurnýjun sem að ung húð þarf ekki á að halda sem getur þar af leiðandi farið að valda meiri skaða og jafnvel útbrotum og bólum og alls konar veseni, þannig að þú ert kominn í þennan vítahring,“ segir Íris Björk í þættinum. Fegrunaraðgerðir og fílterar Að sögn Írisar eru ungmenni komin með óraunhæfar kröfur um útlit húðarinnar með tilkomu samfélagsmiðla. „Þetta er orðið svo mikil þráhyggja því það eru allir þessir filterar sem hægt er að nota á samfélagsmiðlum og ungir krakkar og fullorðið fólk er að horfa á þetta og hugsar með sér, af hverju get ég ekki bara verið svona?“ segir Íris Björk: „Mér þykir mikilvægt að nefna þetta því við megum ekki gleyma því að áhrifavaldar eru jafnvel að auglýsa alls konar húðvörur sem eiga að færa þér eilífðar slétta húð, án þess þó að nefna þær fegrunaraðgerðir sem hann eða hún hefur farið í eða filtera sem eru notaðir.“ Húðsmánun hin nýja fitusmánun Í þættinum ræða Íris og Marín Manda pistil sem Írisi skrifaði á vef Beautybox á dögunum, Er húðsmánun nýja fitusmánunin?. Þar segir hún hvernig „fatshaming“ sem var ráðandi upp úr aldamótum hefur snúist upp í „skinshaming“ og hvering það hefur komið til vegna samfélagsmiðla. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Börn og uppeldi Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Sjá meira