Meinfýsni Þóru Tómasdóttur Ólafur Hauksson skrifar 4. febrúar 2024 10:00 Fólk lætur sitthvað vaða í slúðri sín á milli. Það sem hér fer á eftir féll hins vegar af vörum Þóru Tómasdóttur blaðamanns á RÚV í þættinum Þetta helst þann 3. janúar síðastliðinn. „Níu læknar við Landspítalann sem þátturinn hefur rætt við lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.“ „Þeir segja tilhneigingu Tómasar til að stæra sig af störfum sínum ná langt út fyrir það sem læknum sæmir. ... [Þeir] furða sig á því hve frjálslega Tómas geti dansað á línunni, til dæmis þegar kemur að siðareglum lækna, þær kveða meðal annars á um að læknir skuli forðast að vekja á sér ótilhlýðilega athygli. ... Einnig að læknum beri að sýna varkárni á samfélagsmiðlum, nokkuð sem heimildarmönnum okkar þykir Tómas virða að vettugi.“ Nafnlausir vandlætingarmenn eru semsagt ósáttir við það að kollega þeirra njóti mikillar athygli. Hvaða erindi á það öfundsýkistal í þátt í RÚV? Hvað finnst okkur hinum um Tómas? Margir kalla hann Lækna-Tómas, vegna þess að fjölmiðlar sækjast eftir að fá álit hans og fræðslu um læknisfræðileg málefni. Hann lætur fjölmiðlana ekki ganga á eftir sér að mæta í viðtöl og er fræðandi og áheyrilegur. Líklega eru fáir læknar jafn duglegir og Tómas að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á Facebook er hann óspar á frásagnir af því sem hann þekkir best til og lætur þess getið með stolti þegar nemendur hans fagna góðu gengi í námi og starfi. Og Tómas einskorðar sig ekki við læknisfræðina, hann er einn ötulasti málsvari íslenskrar náttúruverndar. Með öðrum orðum, það er til mikillar fyrirmyndar hvernig Tómas sinnir upplýsingamiðlun til almennings um störf sín og hugðarefni. En bersýnilega fara vinsældir Tómasar í taugarnar á einhverjum kollegum hans. Öfundsýkin er sjaldnast langt undan þegar menn fljúga hátt. Gunnari Ármannssyni, lögmanni og fyrrum framkvæmdastjóra Læknafélagsins blöskraði umræðan í Þetta helst þætti Þóru. Í grein á Vísi skrifaði hann: „Ef það er svo að einhverjum líki ekki við Tómas eða hvernig hann hefur kosið að hafa samskipti við fjölmiðla á undanförnum árum er þá hægt að panta umfjöllun á RÚV, nafnlaust, um þau samskipti og gera þau tortryggileg?“ Plastbarkamálið En um hvað snerist þáttur Þóru? Varla að ræða aðeins skoðun viðmælenda á „hegðun“ Tómasar Guðbjartssonar? Vissulega ekki. Þóra Tómasdóttir hefur verið afar upptekin af plastbarkamálinu svokallaða í þáttum sínum og hvernig klína megi ábyrgð af því á Tómas Guðbjartsson. Ummælin um „hegðun“ hans áttu bersýnilega að styðja þær heimildir Þóru innan úr Landspítalanum „að sumir telji að Tómas verði hreinlega að hætta störfum, svo afdrifarík hafi aðkoma hans að plastbarkamálinu verið.“ Samt hefur þessi meinta hegðun ekkert með það mál að gera. Fyrsti maðurinn sem fékk plastbarka var sjúklingur Tómasar Guðbjartssonar á Landspítalanum. Sú aðgerð var gerð að undirlagi ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sem laug þessari aðgerð inn á Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð og laug alla fulla sem að málinu komu. Svo sannfærandi var Macchiarini að starfsmenn á Karólínska sem töldu áform hans varasöm voru reknir. Blekkingar og ófullkomnir verkferlar Hér á landi hefur athyglin beinst að þætti Landspítalans, hvort rétt hafi verið staðið að málum þegar samþykkt var að senda sjúklinginn í aðgerðina til Svíþjóðar árið 2011. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali við Þóru Tómasdóttur þann 19. janúar síðastliðinn að meginábyrgðin lægi í blekkingum Macchiarini gagnvart Karolínska, en ófullkomnir verkferlar og óskýrar ábyrgðarlínur innan Landspítalans hafi skipt máli í aðdraganda þessarar tilraunaaðgerðar. Þess vegna vildi spítalinn ræða um mögulegar skaðabætur til handa ekkju sjúklingsins. Að taka Tómas niður En Þóra hefur minnstan áhugann á verkferlum og blekkingum. Hennar athygli beinist alfarið að hlut Tómasar Guðbjartssonar í plastbarkamálinu. Hún gekk svo langt í þættinum þann 3. janúar að hafa eftir heimildarmönnum sínum að sumir teldu Tómas verða að hætta störfum, vegna aðkomu hans að plastbarkamálinu. Þóra sagði að Tómas væri kominn í leyfi frá störfum sínum á spítalanum og ástæður þess væru tengdar plastbarkamálinu. Nokkru síðar upplýsti Tómas á Facebook að hann hefði farið í veikindaleyfi að eigin ósk og nokkru síðar skýrði hann frá því að hafa verið greindur með krabbamein í ristli. Þessi áhugi Þóru á að taka Tómas niður sýndi sig ágætlega í viðtalinu við Runólf forstjóra. Hann ítrekaði stofnanalega ábyrgð Landspítalans en Þóra tók þá fram að spítalinn hefði ekki gert neitt sem slíkur, heldur fólkið sem annaðist sjúklinginn, sem hafi brugðist honum. Runólfur ítrekaði að þetta snerist um að gangast við ábyrgð sem stofnun, ekki fjalla um aðkomu einstakra starfsmanna. Þá spurði Þóra hvort ekki væri bara betra fyrir lækninn (semsagt Tómas) að fá að hreinsa sig af þessum ásökunum, fá almennilega rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin. Það er búið að rannsaka málið Sú almennilega rannsókn sem Þóra talar um fór fram fyrir löngu, bæði í Svíþjóð og hér á landi. Íslenska rannsóknarskýrslan birtist 2017 og þar er í engu tekið undir dylgjur Þóru sem nú fljóta upp 6 árum síðar. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að Tómas hafi ekki brotið af sér heldur fyrst og fremst haft hagsmuni sjúklingsins í fyrirrúmi. Og það svo mjög að hann hafi gert mun meira heldur en til hafi verið hægt að ætlast. Rannsóknarnefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi látið Macchiarini gabba sig með því að breyta texta í bréfi til Macchiarini, texta sem Tómas hélt að ætti að nota til þess að fá leyfi vísindasiðanefndar fyrir plastbarkaígræðslu ef til hennar myndi þurfa að grípa. Í áðurnefndri grein á Vísi 22. janúar síðastliðinn taldi Gunnar Ármannsson umhugsunarvert í hverju áhugi Þetta helst á stöðu Tómasar við Landspítalann lægi, í ljósi þess að lítið nýtt hafi komið fram í plastbarkamálinu, og alls ekkert sem varðar Tómas Guðbjartsson. Niðurstaða Gunnars um þáttinn var sú að umfjöllunin hafi verið ósanngjörn, einhliða og beinlínis villandi. Það er síður en svo að Tómas hafi skotið sér undan ábyrgð af þætti sínum í plastbarkamálinu. Hann hefur beðist afsökunar á þeim atriðum sem hefðu betur mátt fara og sneru að störfum hans sem læknir og fræðimaður, en ekki síst hversu langan tíma það tók hann að sjá í gegnum blekkingarvef Paolo Macchiarini. Án vafa hefur það tekið mikið á Tómas að sogast inn í þessa atburðarás. Lögreglukæra til sölu Vera má að blaðamaðurinn á RÚV hafi fengið „blod på tanden“ vegna bréfs sem Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sendi Landspítalanum í desember síðastliðnum fyrir hönd ekkju plastbarkaþegans með kröfu um skaðabætur. Samkvæmt fjölmiðlum mun látið að því liggja í bréfinu að ef sátt náist ekki um bætur verði Tómas Guðbjartsson kærður til lögreglu og mál höfðað á hendur Landspítalanum sem vinnuveitanda hans. Maður er vanur ýmsu þegar lögmenn eiga í hlut en ekki áður heyrt af tilboði um að hætta við kæru til lögreglu gegn greiðslu. Hvað sem líður siðferði þessa tilboðs lögmannsins virðist þó ljóst af orðum forstjóra Landspítalans að hann telur fulla ástæðu til að koma til móts við ekkju plastbarkaþegans og er sú afstaða virðingarverð. Á endanum er það þó ríkislögmaður sem tekur slíka ákvörðun. Vinnubrögð ekki sæmandi blaðamanni Vinnubrögð Þóru Tómasdóttur í umfjölluninni um Tómas Guðbjartsson eru verulega ámælisverð og ekki sæmandi blaðamanni. Siðareglur og góð prinsipp í blaðamennsku eru sniðgengin. Meinfýsni ræður för í útvarpi allra landsmanna. Alls óskyld mál eru tengd saman til að sýna Tómas í nógu slæmu ljósi. Nafnlausir hælbítar tjá afbrýðisemi sína gagnvart „hegðun“ Tómasar sem allur almenningur hefur hins vegar notið góðs af og lítur jákvæðum augum. Þóra veit sem er að þetta plastbarkamál hefur verið rannsakað í þaula bæði í Svíþjóð og á Íslandi og aðeins talin ástæða til að sakfella höfuðpaurinn Macchiarini. Í inngangi Þetta helst þann 3. janúar segir Þóra: „Heimildir okkar herma að staða Tómasar og framtíð innan spítalans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans, meðal þeirra telji allnokkrir að Tómas þurfi að sæta ábyrgð fyrir þátt sinn í plastbarkamálinu, sumir telja að hann verði hreinlega að hætta störfum, svo afdrifarík hafi aðkoma hans að plastbarkamálinu verið.“ Ég held að full ástæða sé til að snúa þessum vangaveltum upp á Þóru sjálfa: að staða hennar og framtíð innan RÚV hljóti að vera til skoðunar hjá æðstu stjórnendum stofnunarinnar vegna þeirra óvönduðu vinnubragða sem hún stundar í viðleitni sinni til að hafa æruna af Tómasi Guðbjartssyni. Höfundur er almannatengill og fyrrum blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Plastbarkamálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Fólk lætur sitthvað vaða í slúðri sín á milli. Það sem hér fer á eftir féll hins vegar af vörum Þóru Tómasdóttur blaðamanns á RÚV í þættinum Þetta helst þann 3. janúar síðastliðinn. „Níu læknar við Landspítalann sem þátturinn hefur rætt við lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.“ „Þeir segja tilhneigingu Tómasar til að stæra sig af störfum sínum ná langt út fyrir það sem læknum sæmir. ... [Þeir] furða sig á því hve frjálslega Tómas geti dansað á línunni, til dæmis þegar kemur að siðareglum lækna, þær kveða meðal annars á um að læknir skuli forðast að vekja á sér ótilhlýðilega athygli. ... Einnig að læknum beri að sýna varkárni á samfélagsmiðlum, nokkuð sem heimildarmönnum okkar þykir Tómas virða að vettugi.“ Nafnlausir vandlætingarmenn eru semsagt ósáttir við það að kollega þeirra njóti mikillar athygli. Hvaða erindi á það öfundsýkistal í þátt í RÚV? Hvað finnst okkur hinum um Tómas? Margir kalla hann Lækna-Tómas, vegna þess að fjölmiðlar sækjast eftir að fá álit hans og fræðslu um læknisfræðileg málefni. Hann lætur fjölmiðlana ekki ganga á eftir sér að mæta í viðtöl og er fræðandi og áheyrilegur. Líklega eru fáir læknar jafn duglegir og Tómas að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á Facebook er hann óspar á frásagnir af því sem hann þekkir best til og lætur þess getið með stolti þegar nemendur hans fagna góðu gengi í námi og starfi. Og Tómas einskorðar sig ekki við læknisfræðina, hann er einn ötulasti málsvari íslenskrar náttúruverndar. Með öðrum orðum, það er til mikillar fyrirmyndar hvernig Tómas sinnir upplýsingamiðlun til almennings um störf sín og hugðarefni. En bersýnilega fara vinsældir Tómasar í taugarnar á einhverjum kollegum hans. Öfundsýkin er sjaldnast langt undan þegar menn fljúga hátt. Gunnari Ármannssyni, lögmanni og fyrrum framkvæmdastjóra Læknafélagsins blöskraði umræðan í Þetta helst þætti Þóru. Í grein á Vísi skrifaði hann: „Ef það er svo að einhverjum líki ekki við Tómas eða hvernig hann hefur kosið að hafa samskipti við fjölmiðla á undanförnum árum er þá hægt að panta umfjöllun á RÚV, nafnlaust, um þau samskipti og gera þau tortryggileg?“ Plastbarkamálið En um hvað snerist þáttur Þóru? Varla að ræða aðeins skoðun viðmælenda á „hegðun“ Tómasar Guðbjartssonar? Vissulega ekki. Þóra Tómasdóttir hefur verið afar upptekin af plastbarkamálinu svokallaða í þáttum sínum og hvernig klína megi ábyrgð af því á Tómas Guðbjartsson. Ummælin um „hegðun“ hans áttu bersýnilega að styðja þær heimildir Þóru innan úr Landspítalanum „að sumir telji að Tómas verði hreinlega að hætta störfum, svo afdrifarík hafi aðkoma hans að plastbarkamálinu verið.“ Samt hefur þessi meinta hegðun ekkert með það mál að gera. Fyrsti maðurinn sem fékk plastbarka var sjúklingur Tómasar Guðbjartssonar á Landspítalanum. Sú aðgerð var gerð að undirlagi ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sem laug þessari aðgerð inn á Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð og laug alla fulla sem að málinu komu. Svo sannfærandi var Macchiarini að starfsmenn á Karólínska sem töldu áform hans varasöm voru reknir. Blekkingar og ófullkomnir verkferlar Hér á landi hefur athyglin beinst að þætti Landspítalans, hvort rétt hafi verið staðið að málum þegar samþykkt var að senda sjúklinginn í aðgerðina til Svíþjóðar árið 2011. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali við Þóru Tómasdóttur þann 19. janúar síðastliðinn að meginábyrgðin lægi í blekkingum Macchiarini gagnvart Karolínska, en ófullkomnir verkferlar og óskýrar ábyrgðarlínur innan Landspítalans hafi skipt máli í aðdraganda þessarar tilraunaaðgerðar. Þess vegna vildi spítalinn ræða um mögulegar skaðabætur til handa ekkju sjúklingsins. Að taka Tómas niður En Þóra hefur minnstan áhugann á verkferlum og blekkingum. Hennar athygli beinist alfarið að hlut Tómasar Guðbjartssonar í plastbarkamálinu. Hún gekk svo langt í þættinum þann 3. janúar að hafa eftir heimildarmönnum sínum að sumir teldu Tómas verða að hætta störfum, vegna aðkomu hans að plastbarkamálinu. Þóra sagði að Tómas væri kominn í leyfi frá störfum sínum á spítalanum og ástæður þess væru tengdar plastbarkamálinu. Nokkru síðar upplýsti Tómas á Facebook að hann hefði farið í veikindaleyfi að eigin ósk og nokkru síðar skýrði hann frá því að hafa verið greindur með krabbamein í ristli. Þessi áhugi Þóru á að taka Tómas niður sýndi sig ágætlega í viðtalinu við Runólf forstjóra. Hann ítrekaði stofnanalega ábyrgð Landspítalans en Þóra tók þá fram að spítalinn hefði ekki gert neitt sem slíkur, heldur fólkið sem annaðist sjúklinginn, sem hafi brugðist honum. Runólfur ítrekaði að þetta snerist um að gangast við ábyrgð sem stofnun, ekki fjalla um aðkomu einstakra starfsmanna. Þá spurði Þóra hvort ekki væri bara betra fyrir lækninn (semsagt Tómas) að fá að hreinsa sig af þessum ásökunum, fá almennilega rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin. Það er búið að rannsaka málið Sú almennilega rannsókn sem Þóra talar um fór fram fyrir löngu, bæði í Svíþjóð og hér á landi. Íslenska rannsóknarskýrslan birtist 2017 og þar er í engu tekið undir dylgjur Þóru sem nú fljóta upp 6 árum síðar. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að Tómas hafi ekki brotið af sér heldur fyrst og fremst haft hagsmuni sjúklingsins í fyrirrúmi. Og það svo mjög að hann hafi gert mun meira heldur en til hafi verið hægt að ætlast. Rannsóknarnefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi látið Macchiarini gabba sig með því að breyta texta í bréfi til Macchiarini, texta sem Tómas hélt að ætti að nota til þess að fá leyfi vísindasiðanefndar fyrir plastbarkaígræðslu ef til hennar myndi þurfa að grípa. Í áðurnefndri grein á Vísi 22. janúar síðastliðinn taldi Gunnar Ármannsson umhugsunarvert í hverju áhugi Þetta helst á stöðu Tómasar við Landspítalann lægi, í ljósi þess að lítið nýtt hafi komið fram í plastbarkamálinu, og alls ekkert sem varðar Tómas Guðbjartsson. Niðurstaða Gunnars um þáttinn var sú að umfjöllunin hafi verið ósanngjörn, einhliða og beinlínis villandi. Það er síður en svo að Tómas hafi skotið sér undan ábyrgð af þætti sínum í plastbarkamálinu. Hann hefur beðist afsökunar á þeim atriðum sem hefðu betur mátt fara og sneru að störfum hans sem læknir og fræðimaður, en ekki síst hversu langan tíma það tók hann að sjá í gegnum blekkingarvef Paolo Macchiarini. Án vafa hefur það tekið mikið á Tómas að sogast inn í þessa atburðarás. Lögreglukæra til sölu Vera má að blaðamaðurinn á RÚV hafi fengið „blod på tanden“ vegna bréfs sem Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sendi Landspítalanum í desember síðastliðnum fyrir hönd ekkju plastbarkaþegans með kröfu um skaðabætur. Samkvæmt fjölmiðlum mun látið að því liggja í bréfinu að ef sátt náist ekki um bætur verði Tómas Guðbjartsson kærður til lögreglu og mál höfðað á hendur Landspítalanum sem vinnuveitanda hans. Maður er vanur ýmsu þegar lögmenn eiga í hlut en ekki áður heyrt af tilboði um að hætta við kæru til lögreglu gegn greiðslu. Hvað sem líður siðferði þessa tilboðs lögmannsins virðist þó ljóst af orðum forstjóra Landspítalans að hann telur fulla ástæðu til að koma til móts við ekkju plastbarkaþegans og er sú afstaða virðingarverð. Á endanum er það þó ríkislögmaður sem tekur slíka ákvörðun. Vinnubrögð ekki sæmandi blaðamanni Vinnubrögð Þóru Tómasdóttur í umfjölluninni um Tómas Guðbjartsson eru verulega ámælisverð og ekki sæmandi blaðamanni. Siðareglur og góð prinsipp í blaðamennsku eru sniðgengin. Meinfýsni ræður för í útvarpi allra landsmanna. Alls óskyld mál eru tengd saman til að sýna Tómas í nógu slæmu ljósi. Nafnlausir hælbítar tjá afbrýðisemi sína gagnvart „hegðun“ Tómasar sem allur almenningur hefur hins vegar notið góðs af og lítur jákvæðum augum. Þóra veit sem er að þetta plastbarkamál hefur verið rannsakað í þaula bæði í Svíþjóð og á Íslandi og aðeins talin ástæða til að sakfella höfuðpaurinn Macchiarini. Í inngangi Þetta helst þann 3. janúar segir Þóra: „Heimildir okkar herma að staða Tómasar og framtíð innan spítalans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans, meðal þeirra telji allnokkrir að Tómas þurfi að sæta ábyrgð fyrir þátt sinn í plastbarkamálinu, sumir telja að hann verði hreinlega að hætta störfum, svo afdrifarík hafi aðkoma hans að plastbarkamálinu verið.“ Ég held að full ástæða sé til að snúa þessum vangaveltum upp á Þóru sjálfa: að staða hennar og framtíð innan RÚV hljóti að vera til skoðunar hjá æðstu stjórnendum stofnunarinnar vegna þeirra óvönduðu vinnubragða sem hún stundar í viðleitni sinni til að hafa æruna af Tómasi Guðbjartssyni. Höfundur er almannatengill og fyrrum blaðamaður.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun