Innlent

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Landhelgisgæslan sinnti krefjandi útkalli í nótt. Aðstæður voru alls ekki eins og á myndinni sem fylgir. Hún er úr safni.
Landhelgisgæslan sinnti krefjandi útkalli í nótt. Aðstæður voru alls ekki eins og á myndinni sem fylgir. Hún er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Þar segir að tekið hafi verið á loft frá Reykjavíkurflugvelli og að þyrlan hafi verið komin að skipinu um klukkan 21. Nauðsynlegt var að fljúga með fram strönd til móts við skipið vegna veðursins en aðstæður voru einnig erfiðar við skipið. Vegna bæði vinds og éljagangs. Þrátt fyrir það gekk vel að hífa skipverjann um borð.

Eftir að björgunaraðgerðum lauk var flogið til Ísafjarðar til eldsneytistöku en eftir það var maðurinn fluttur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Ævin­týra­leg björgun Ís­lendings í lífs­hættu

Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega.

Fengu boð frá neyðarsendi en allt var í himnalagi

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærkvöldi eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning í gegnum gervitungl um að neyðarsendir væri virkur djúpt suður af Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en þar kemur einnig fram að þyrlusveit gæslunnar hafi verið í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×