Erlent

Víð­tækar verk­falls­að­gerðir lama sam­göngur

Atli Ísleifsson skrifar
Um 90 þúsund félagsmenn þýska verkalýðsfélagsins Verdi, sem starfa í almenningssamgöngum, lögðu niður störf í morgun.
Um 90 þúsund félagsmenn þýska verkalýðsfélagsins Verdi, sem starfa í almenningssamgöngum, lögðu niður störf í morgun. AP

Tugþúsundir félagsmanna þýska verkalýðsfélagsins Verdi lögðu niður störf í morgun og hafa aðgerðirnar haft mikil á almenningssamgöngur í landinu það sem af er degi. Þannig munu ferðir strætisvagna og sporvagna í landinu að stærstum hluta liggja niðri.

DW segir frá því að starfsmenn á flugvellinum í Hamborg muni einnig taka þátt í aðgerðunum og hefur þurft að fresta nokkrum flugferðum vegna þessa.

Sólarhringsverkfall félagsmanna Verdi hófst í morgun og má ljóst vera að það komi til með að valda gríðarlegum vandræðum í morgunumferðinni og fyrir fólk á leið til vinnu eða skóla. Aðgerðirnar ná til félagsmanna alls staðar í Þýslalandi að Bæjaralandi frátöldu.

Verdi krefst betri kjara og starfsskilyrða fyrir fólk sem starfar í almenningssamgöngum. Í Verdi eru um 90 þúsund félagsmenn sem starfa hjá 130 félögum sem starfrækja almenningssamgöngukerfi.

Fram kemur aðgerðirnar nú komi í kjölfar verkfallsaðferða öryggisstarfsmanna á þýskum flugvöllum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×