Demantafundur Liverpool: Frá Norður-Írlandi en var slípaður í Bolton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Conor Bradley var frábær í stórsigri Liverpool á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Getty/Peter Byrne Hver hefði trúað því að meiðsli hjá Trent Alexander-Arnold gætu verið blessun í dulargervi fyrir Liverpool. Liverpool fólk er í skýjunum með tvítugan pilt sem hefur slegið í gegn í síðustu leikjum liðsins. Conor Bradley fékk fyrir tækifæri í hægri bakvarðarstöðinni vegna meiðsla Alexander-Arnold og ef fram heldur sem horfir þá gæti orðið svipað erfitt fyrir Trent og komast í Liverpool liðið eins og í enska landsliðið. Special night at Anfield ! +3 pic.twitter.com/yV5boHdw6r— Conor Bradley (@conorbradley03) February 1, 2024 „Hann var algjörlega stórkostlegur,“ sagði Liverpool goðsögnin Robbie Fowler á TNT Sports. „Allir leikmenn Liverpool voru að spila vel en þetta var sérstök frammistaða,“ sagði Fowler. Klopp fær hausverk „Knattsyrnustjórinn fær nú hausverk því þú getur varla tekið hann út úr liðinu núna. Hann varðist vel á móti öllum sem reyndu að fara hans megin,“ sagði Fowler. „Þetta er svo æðislegur strákur. Hann var stórkostlegur allan leikinn, lagði mikið til liðsins og tók mikinn þátt í öllu. Það er alvöru verkefni að mæta [Raheem] Sterling. Það er ekki auðvelt, Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. So, how about that performance from Conor Bradley? pic.twitter.com/M9KNTkDSGv— Premier League (@premierleague) February 1, 2024 „Þetta er mjög alvörugefinn ungur maður en þetta var mjög sérstakt, ég verð að segja það. Við sáum þetta á undirbúningstímabilinu,“ sagði Klopp. Bradley er fæddur á Norður-Írlandi í júlí 2003 og verður því 21 árs gamall í sumar. Hann hefur verið hjá Liverpool síðan að kom þangað á skólastyrk árið 2019. Það tók hann aðeins ár að fá sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Liverpool en það tók mun lengri tíma að fá sitt fyrsta alvöru tækifæri með aðalliðinu. Hann fékk að spila nokkra æfingarleiki og þegar hann kom inn á í fyrsta sinn í keppnisleik á móti Norwich City í deildabikarnum í september 2021 varð hann fyrsti Norður-Írinn til að spila fyrir félagið frá árinu 1954. Hann kom þó bara við sögu í fimm leikjum og spilaði aldrei í ensku úrvalsdeildinni. Curtis Jones var mjög ánægður með Conor Bradley í leiknum á Anfield í gær.Getty/Clive Brunskill Tímabilið á eftir ákvað Liverpool að lána strákinn til Bolton Wanderers í ensku C-deildinni. Þar blómstraði hann og var á endanum valinn bæði besti leikmaður Bolton á tímabilinu sem og besti ungi leikmaðurinn. Liðið vann líka bikarkeppni neðrideildarliða á Wembley. Vildu fá Bradley aftur „Fyrir nokkrum vikum þegar ég var í fríi þá hitti ég nokkra stuðningsmenn Bolton. Þeir spurðu hvort þeir mættu fá Bradley aftur en það of seint núna,“ sagði Klopp léttur eftir leikinn í gær. Í vetur hélt Bradley kyrru fyrir í Liverpool. Meiðsli á baki héldu honum frá keppni í upphafi tímabils og eftir það voru tækifærin ekki mörg. Hann skrifaði samt undir nýjan langtímasamning í desember og eftir áramót fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Trent meiðist og Jürgen Klopp byrjar að nota Joe Gomez í hægri bakverðinum. Þýski stjórinn þarf að rúlla á liðinu enda álagið mikið. Hann veðjar á guttann frá Norður-Írlandi og setur hann í byrjunarliðið fyrir deildarleik á móti Bournemouth. Ótrúlegir tíu dagar Við tóku síðan ótrúlegir tíu dagar. Bradley er með eina stoðsendingu í 4-0 sigri á Bournemouth, hann gaf tvær stoðsendingar í 5-2 bikarsigri á Norwich um síðustu helgi og þremur dögum síðar var hann enn á ný í byrjunarliðinu en nú í stórleik á móti Chelsea. Án þess að vera að gera lítið úr liðum Bournemouth og Norwich þá þurfti alvöru frammistöðu á móti einu af stóru liðunum til að sannfæra marga um að þessi strákur væri eins góður og hann liti út fyrir að vera. Klopp vildi líka sjá Conor í þessum aðstæðum því Trent var leikfær en byrjaði samt á bekknum. Leikurinn á móti Chelsea í gær var því útskriftarleikur stráksins og hann skilaði ágætiseinkunn því hann spilaði stórkostlega. Ekki nóg með að hann hafi gefið tvær stoðsendingar þá skoraði hann líka sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann líka sannfærandi 4-1 sigur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wXEQViXk6Lk">watch on YouTube</a> Á tíu dögum var Norður-Írinn því búinn að spila þrjá leiki og í þeim var hann búinn að skora eitt mark og gefa fimm stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni. Í gær varð hann líka yngsti leikmaður Liverpool til að bæði skora og gefa stoðsendingu í sama leiknum (20 ára og 206 daga) síðan að Raheem Sterling afrekaði það tíu árum fyrr. Sterling var einmitt inn á vellinum í gær en bara í búningi Chelsea. Sterling var 19 ára og 252 daga þegar hann náði þessu í 2-1 sigri á Southampton á fyrsta leikdegi 2014-15 tímabilsins. Líður eins og mig sé að dreyma „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn og hann má líka vera það. En hversu góður er strákurinn? „Við viljum ekki missa okkur yfir Conor Bradley strax en hann lítur vel í varnarleiknum og markið hans var tilkomumikið þar sem hann sýndi mikla yfirvegun. Hann klikkaði varla á sendingu í leiknum og leit út sem mjög þroskaður leikmaður. Líkamlega lítur hann líka vel úr og eins og allir leikmenn Liverpool þá kann hann að fara með boltann,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5. „Hann kemur með ferska vinda inn í Liverpool liðið. Stuðningsfólk Liverpool elskar hann og þau ættu líka að gera. Það eru líka góð skilaboð frá Klopp að hann hélt sig við Conor Bradley og Joe Gomez frekar en að taka strax inn þá Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson þótt þeir væru klárir. Klopp er með því að segja að þú þarft að vinna þig inn í liðið. Svo hafa þeir Bradley og Gomez líka staðið sig frábærlega,“ sagði Ally McCoist á TNT Sports. "What a start he has made" Paul Gilmour on Conor Bradley... pic.twitter.com/Eex2s3Yr9z— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 1, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Conor Bradley fékk fyrir tækifæri í hægri bakvarðarstöðinni vegna meiðsla Alexander-Arnold og ef fram heldur sem horfir þá gæti orðið svipað erfitt fyrir Trent og komast í Liverpool liðið eins og í enska landsliðið. Special night at Anfield ! +3 pic.twitter.com/yV5boHdw6r— Conor Bradley (@conorbradley03) February 1, 2024 „Hann var algjörlega stórkostlegur,“ sagði Liverpool goðsögnin Robbie Fowler á TNT Sports. „Allir leikmenn Liverpool voru að spila vel en þetta var sérstök frammistaða,“ sagði Fowler. Klopp fær hausverk „Knattsyrnustjórinn fær nú hausverk því þú getur varla tekið hann út úr liðinu núna. Hann varðist vel á móti öllum sem reyndu að fara hans megin,“ sagði Fowler. „Þetta er svo æðislegur strákur. Hann var stórkostlegur allan leikinn, lagði mikið til liðsins og tók mikinn þátt í öllu. Það er alvöru verkefni að mæta [Raheem] Sterling. Það er ekki auðvelt, Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. So, how about that performance from Conor Bradley? pic.twitter.com/M9KNTkDSGv— Premier League (@premierleague) February 1, 2024 „Þetta er mjög alvörugefinn ungur maður en þetta var mjög sérstakt, ég verð að segja það. Við sáum þetta á undirbúningstímabilinu,“ sagði Klopp. Bradley er fæddur á Norður-Írlandi í júlí 2003 og verður því 21 árs gamall í sumar. Hann hefur verið hjá Liverpool síðan að kom þangað á skólastyrk árið 2019. Það tók hann aðeins ár að fá sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Liverpool en það tók mun lengri tíma að fá sitt fyrsta alvöru tækifæri með aðalliðinu. Hann fékk að spila nokkra æfingarleiki og þegar hann kom inn á í fyrsta sinn í keppnisleik á móti Norwich City í deildabikarnum í september 2021 varð hann fyrsti Norður-Írinn til að spila fyrir félagið frá árinu 1954. Hann kom þó bara við sögu í fimm leikjum og spilaði aldrei í ensku úrvalsdeildinni. Curtis Jones var mjög ánægður með Conor Bradley í leiknum á Anfield í gær.Getty/Clive Brunskill Tímabilið á eftir ákvað Liverpool að lána strákinn til Bolton Wanderers í ensku C-deildinni. Þar blómstraði hann og var á endanum valinn bæði besti leikmaður Bolton á tímabilinu sem og besti ungi leikmaðurinn. Liðið vann líka bikarkeppni neðrideildarliða á Wembley. Vildu fá Bradley aftur „Fyrir nokkrum vikum þegar ég var í fríi þá hitti ég nokkra stuðningsmenn Bolton. Þeir spurðu hvort þeir mættu fá Bradley aftur en það of seint núna,“ sagði Klopp léttur eftir leikinn í gær. Í vetur hélt Bradley kyrru fyrir í Liverpool. Meiðsli á baki héldu honum frá keppni í upphafi tímabils og eftir það voru tækifærin ekki mörg. Hann skrifaði samt undir nýjan langtímasamning í desember og eftir áramót fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Trent meiðist og Jürgen Klopp byrjar að nota Joe Gomez í hægri bakverðinum. Þýski stjórinn þarf að rúlla á liðinu enda álagið mikið. Hann veðjar á guttann frá Norður-Írlandi og setur hann í byrjunarliðið fyrir deildarleik á móti Bournemouth. Ótrúlegir tíu dagar Við tóku síðan ótrúlegir tíu dagar. Bradley er með eina stoðsendingu í 4-0 sigri á Bournemouth, hann gaf tvær stoðsendingar í 5-2 bikarsigri á Norwich um síðustu helgi og þremur dögum síðar var hann enn á ný í byrjunarliðinu en nú í stórleik á móti Chelsea. Án þess að vera að gera lítið úr liðum Bournemouth og Norwich þá þurfti alvöru frammistöðu á móti einu af stóru liðunum til að sannfæra marga um að þessi strákur væri eins góður og hann liti út fyrir að vera. Klopp vildi líka sjá Conor í þessum aðstæðum því Trent var leikfær en byrjaði samt á bekknum. Leikurinn á móti Chelsea í gær var því útskriftarleikur stráksins og hann skilaði ágætiseinkunn því hann spilaði stórkostlega. Ekki nóg með að hann hafi gefið tvær stoðsendingar þá skoraði hann líka sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann líka sannfærandi 4-1 sigur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wXEQViXk6Lk">watch on YouTube</a> Á tíu dögum var Norður-Írinn því búinn að spila þrjá leiki og í þeim var hann búinn að skora eitt mark og gefa fimm stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni. Í gær varð hann líka yngsti leikmaður Liverpool til að bæði skora og gefa stoðsendingu í sama leiknum (20 ára og 206 daga) síðan að Raheem Sterling afrekaði það tíu árum fyrr. Sterling var einmitt inn á vellinum í gær en bara í búningi Chelsea. Sterling var 19 ára og 252 daga þegar hann náði þessu í 2-1 sigri á Southampton á fyrsta leikdegi 2014-15 tímabilsins. Líður eins og mig sé að dreyma „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn og hann má líka vera það. En hversu góður er strákurinn? „Við viljum ekki missa okkur yfir Conor Bradley strax en hann lítur vel í varnarleiknum og markið hans var tilkomumikið þar sem hann sýndi mikla yfirvegun. Hann klikkaði varla á sendingu í leiknum og leit út sem mjög þroskaður leikmaður. Líkamlega lítur hann líka vel úr og eins og allir leikmenn Liverpool þá kann hann að fara með boltann,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5. „Hann kemur með ferska vinda inn í Liverpool liðið. Stuðningsfólk Liverpool elskar hann og þau ættu líka að gera. Það eru líka góð skilaboð frá Klopp að hann hélt sig við Conor Bradley og Joe Gomez frekar en að taka strax inn þá Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson þótt þeir væru klárir. Klopp er með því að segja að þú þarft að vinna þig inn í liðið. Svo hafa þeir Bradley og Gomez líka staðið sig frábærlega,“ sagði Ally McCoist á TNT Sports. "What a start he has made" Paul Gilmour on Conor Bradley... pic.twitter.com/Eex2s3Yr9z— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 1, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira