Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Benoit Kounkoud spilaði fimm leiki fyrir Frakka á EM, meðal annars gegn Íslandi. Getty/Federico Gambarini Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað. Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti