Erlent

Dæmdur í tíu ára fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Imran Khan er fyrrverandi krikketstjarna sem sneri sér að stjórnmálum og var forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022.
Imran Khan er fyrrverandi krikketstjarna sem sneri sér að stjórnmálum og var forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022. AP

Dómstóll í Pakistan hefur dæmt Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum.

AP greinir frá þessu og segir dóminn enn eitt áfallið fyrir Khan sem var vikið úr embætti á vormánuðum 2022 í kjölfar þess að vantrauststillaga var samþykkt á þingi. Hann afplánar nú þegar þriggja ára fangelsisdóm vegna fjármálamisferlis.

Shah Mehmood Qureshi, fyrrverandi utanríkisráðherra og næstráðandi í PTI, flokki Khan, var líkt og Khan dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir sömu sakargiftir.

Lögmaður Khan segist ekki viðurkenna dóminn í málinu og segir hann ólöglegan. Hann segir að dómnum verði áfrýjað.

Khan er fyrrverandi krikketstjarna sem sneri sér að stjórnmálum og var forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022. Eftir að hann var hrakinn úr embætti hefur hann varið sakaður og ákærður í fjölda mála, meðal annars vegna gruns um spillingu, stuðning við hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hvetja til ofbeldisverka.

Hinn sjötugi Khan segist þó sjálfur vera saklaust fórnarlamb pólitískra nornaveiða.

Þingkosningar fara fram í Pakistan 8. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×