Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:30 Leikmenn SR fagna sigrinum á Fjölni. Skautafélag Reykjavíkur Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur. Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan. Íshokkí Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan.
Íshokkí Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira