Varði titilinn með afslappaðri nálgun utan vallar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Ástríða. Andy Cheung/Getty Images Aryna Shabalenka varði á laugardag titil sinn er hún sigraði Opna ástralska í tennis annað árið í röð. Shabalenka lét skapið lengi vel hlaupa með sig í gönur og var gríðarlega stressuð utan vallar sem innan. Nú er tíðin hins vegar önnur og allir vegir henni færir. Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“ Tennis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Shabalenka, sem er um þessar mundir í 2. sæti heimslistans í tennis, lagði Zheng Qinwen í úrslitum í ár. Sigrarnir voru öruggir með eindæmum, 6-3 og 6-2. Tók úrslitaleikurinn aðeins 76 mínútur. Í viðtali hinnar 26 ára gömlu Shabalenku hjá breska ríkisútvarpinu segir að hafi á árum áður reglulega misst stjórn á skapi sínu og yfirgefið tennisvöllinn með tár á hvarmi. Á mótinu í ár sýndi hún á sér allt aðra hlið. Aryna Sabalenka does a runway walk after winning her 2nd Grand Slam title. Strut. pic.twitter.com/vain0mMQeo— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 27, 2024 „Það er nóg pressa á manni innan vallar, utan vallar hef ég því reynt að halda í hið einfalda, halda hlutunum skemmtilegum og séð til þess að öll okkar njótum vegferðarinnar.“ Fyrir leiki á mótinu mátti sjá hina Shabalenku grínast með þjálfarateymi sínu og njóta sín í botn í upphitunaræfingum sem meðal annars innihéldu leik þar sem hún gerði sitt besta til að stöðva blöðrur frá því að lenda á jörðinni. Drop it like it's hot @Infosys #InfosysAI #AusOpenWithInfosys #AusOpen @wwos @espn @eurosport @wowowtennis pic.twitter.com/VSgPirUumC— #AusOpen (@AustralianOpen) January 27, 2024 Ef það var ekki nóg þá áritaði hún einnig áritað höfuðið á Jason Stacy, styrktarþjálfara sínum, fyrir hverja viðureign mótsins í ár. „Nú vilja þau meina að ég verði að húðflúra áritunina á höfuðið á mér. Ég veit ekki alveg með það. Fólk lærir betur og hefur meiri athygli þegar það er ferskt og fær að njóta sín aðeins,“ sagði Stacy upp nýjasta uppátæki Shabalenku. Það er hins vegar ljóst að uppátækið skilaði sínu þar sem hún tapaði ekki setti í þeim sjö leikjum sem hún lék á mótinu. BACK-TO-BACK! Aryna Sabalenka defeats Qinwen Zheng to win the #AusOpen without dropping a set the entire tournament pic.twitter.com/ZCWoiQF2yF— Eurosport (@eurosport) January 27, 2024 „Það voru augnablik á ferli mínum þar sem ég hafði enga trú á að ég myndi vinna risamót. Þetta hefur verið upp og niður en ég neitaði að gefast upp.“ Aðeins eru fjórir mánuðir síðan Shabalenka rústaði tennisspaða sínum eftir að hafa tapað fyrir Coco Gauff í úrslitum Opna bandaríska. „Auðvitað var ég miður mín eftir þá viðureign. Ég grét og skemmdi spaðann. Ég var virkilega brjáluð.“ Shabalenka náði fram hefndum í Ástralíu. „Ég hef meiri stjórn og leyfi ekki öðrum hlutum að komast að í huga mínum. Ég einbeiti mér aðeins að sjálfri mér, held að það sé munurinn. Þó það bjáti eitthvað á þá verð ég ekki brjáluð eins og ég var vön að gera. Ég hef þessa trú að sama hvað gerist þá geti ég barist fyrir sigri.“
Tennis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira