Erlent

Eig­andi WWE sakaður um man­sal

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vince McMahon hefur rekið fjölbragðaglímufyrirtækið WWE frá stofnun þess.
Vince McMahon hefur rekið fjölbragðaglímufyrirtækið WWE frá stofnun þess. AP/Jessica Hill

Fyrrverandi starfsmaður fjölbragðaglímusambandsins WWE, World Wrestling Entertainement, hefur sakað forstjóra fyrirtækisins hann Vince McMahon um mansal.

Janel Grant segist einnig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanna fyrirtækisins.

WWE er stærsta glímufyrirtæki heims og samdi á dögunum við Netflix um að sýna vinsælustu mótaröðina sína, WWE Raw, á veitu þeirra. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið sýndur í sjónvarpi út um allan heim í 31 ár.

Neitar ásökununum

Janel sakar McMahon og annan hæstráðanda fyrirtæksisins, John Laurinaitis, um að hafa notað sig sem „kynferðislegt peð“ til að fá helstu glímukappa heims til að keppa á vegum WWE.

Talsmenn fyrirtækisins og McMahon þvertaka fyrir ásakanirnar og segja þær „fullar af lygum.“

Janel segist hafa verið þvinguð í kynferðislegt samband við McMahon í skiptum fyrir atvinnutækifæri. Hún hafi upplifað sig eins og milli steins og sleggju. Hún hafi einnig verið atvinnulaus á þeim tíma.

Hún sakar forstjórann einnig um að hafa þvingað hana til að segja stöðu sinni hjá fyrirtækinu upp í kjölfar þess að upp kom um samband þeirra. Einnig var hún látin skrifa undir trúnaðarsamning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×