Hver tekur við Liverpool af Klopp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2024 11:44 Hver er líklegastur? Hér eru fimm sem koma kannski til greina. Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi, Xabi Alonso, Steven Gerrard og Jose Mourinho. Samsett/Getty Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni. Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41