Lífið

Heim­sókn til HAF Store hjónanna á Lauf­ás­veg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafteinn og Karítas hafa ákveðið að flytja úr þessari einstöku eign.
Hafteinn og Karítas hafa ákveðið að flytja úr þessari einstöku eign.

Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi leit Sindri Sindrason við hjá HAF Store hjónunum Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur.

Þau höfðu komið sér einstaklega vel fyrir í fallegri eign á Laufásvegi í Reykjavík. Þetta var í þriðja skipti sem Sindri kíkir í Heimsókn til þeirra enda þykja þau einstaklega smekklega.

Húsið var byggt árið 1916 af húsameistaranum Einari Erlendssyni og bjó til að mynd Halldór Laxness um tíma í eigninni.

Fram kom í þættinum í gær að þau Hafsteinn og Karítas hafa nú fjárfest í einbýlishúsi í Þingholtunum og hafa selt eignina á Laufásvegi. Það verður því kíkt við hjá hjónunum aftur í fjórða sinn í næstu þáttaröð af Heimsókn.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Heimsókn til HAF Store hjónanna á Laufásveg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.