Lífið

„Hann er með kammersveita fetish“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurjón hefur lengi vel elskað kammersveitir.
Sigurjón hefur lengi vel elskað kammersveitir.

Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd 26. janúar. Fullt hús er í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum.

Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika.

Einvala lið leikara fer með aðalhlutverkin í myndinni. Leikarar eins og Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir svo einhver séu nefnd.

Þetta er fyrsta mynd Sigurjóns í fullri lengd en hann er þekktur fyrir verk á borð við Fóstbræður og Ófærð ásamt því að vera annar Tvíhöfðanna og forsprakki rokkhljómsveitarinnar HAM.

Sindri Sindrason hitti þau Sigurjón, Ilmi Kristjáns og Helgu Brögu Jónsdóttur í Íslandi í dag og fór hópurinn yfir kvikmyndina.

„Ég er búinn að þekkja Sigurjón í tuttugu ár og hann er búinn að vera með kammersveit á heilanum. Honum finnst þetta svo spennandi viðfangsefni,“ segir Ilmur og stekkur þá Helga Braga inn og segir: 

„Hann er með kammersveita fetish“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en áskrifendur geta séð hann í heild sinni á Stöð 2+ og inni í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Hann er með kammersveita fetish


Tengdar fréttir

Fyrsta stiklan úr nýrri gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar

Fullt hús í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar verður frumsýnd í janúar 2024 en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×