Segir að Bjarki hafi skipt sjálfum sér út af Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson á hliðarlínunni gegn Austurríki. vísir/vilhelm Frammistaða Bjarka Más Elíssonar var til umræðu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og menn veltu fyrir sér hvort hann hefði skipt sjálfum sér út af í leiknum gegn Austurríki. Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Bjarki klúðraði öllum fjórum skotunum sínum þegar Ísland vann Austurríki, 24-26, í lokaleik sínum á EM í gær. Sigurinn dugði Íslendingum ekki til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem var útgefið markmið þeirra fyrir EM. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Bjarka og veltu því upp hvort hornamaðurinn hefði hreinlega skipt sjálfum sér af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Stiven Tobar Valencia. „Ég hef aldrei séð leikmann skipta sjálfum sér út af í landsleik,“ sagði Stefán Árni. Bjarni var ekki á sama máli. „Við vitum það ekki alveg. Kannski var Snorri bara, ok, nú segjum við stopp, komdu vinur minn,“ sagði Bjarni. „Hann leit ekkert á bekkinn. Hann hljóp beint út af. Mögulega hefur Snorri sagt: Ef þú klikkar á næsta færi kemurðu strax út af,“ sagði Stefán Árni en Bjarni tók þá aftur við boltanum. „Ég þekki Bjarka ágætlega því þegar hann var að koma spilaði ég á móti honum í horninu. Hann tekur alltaf bara næsta færi. Honum er drullusama. Ég er pottþéttur á því að hann hljóp ekki út af. Það er mín skoðun en þetta leit þannig út.“ Einar var hins vegar á sama máli og Stefán Árni og taldi Bjarka hafa skipt sjálfum sér af velli. „Hann skýtur á markið, lendir og straujar beint í átt að bekknum,“ sagði Einar en Bjarni gaf sig ekki. „Hann er ekki þannig týpa að gefast upp. Stiven hefur bara verið kominn úr peysunni og Snorri verið með hann kláran.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira