Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 14:31 Neysluskammtar fíkniefna verða mögulega aftur refsiverðir í Oregon í lok árs. AP/Dave Killen Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls. Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira