Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 10:06 Kristín og Kristján taka nú við nýjum stöðum hjá Samkaupum. Aðsendar Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu. Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum sem reka verslanirnar. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. „Þessar ráðningar og skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja Kjör- og Krambúðirnar enn frekar við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og vöruúrval í verslunum okkar um allt land. Kjörbúðirnar og Krambúðirnar eru nær viðskiptavinunum en stærri verslanir, í hverfum og smærri byggðakjörnum. Þær eru mikilvægur innviður í þessum samfélögum og við viljum sinna því verkefni af kostgæfni og rækta sambandið við fólkið í kringum okkur. Kristín og Kristján munu leika mikilvægt hlutverk í þeirri vinnu“, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Í tilkynningunni kemur fram að Kristín starfaði áður sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða en hefur nú tekið við stöðu rekstrarstjóra. Kristín er með BS gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristín hóf störf sem mannauðsráðgjafi hjá Samkaupum og tók síðar við stöðu mannauðsstjóra. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar. Kristján Helgi kemur til Kjör- og Krambúðarinnar frá Fríhöfninni þar sem hann starfaði í áratug og sinnti ýmsum störfum, meðal annars sem verslunarstjóri og innkaupa- og vöruflokkastjóri. Kristján tekur við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og mun meðal annars halda utan um samninga við birgja, áætlunargerð, vöruval og mótun sölustefnu.
Neytendur Vistaskipti Mannauðsmál Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59 Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39 Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“ 23. janúar 2024 13:59
Viðræður hafnar um samruna Samkaupa við Heimkaup og Orkuna Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. 19. janúar 2024 17:39
Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18. janúar 2024 10:01