Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 15:00 Deandre Kane er mjög myndrænn leikmaður enda ber hann tilfinningarnar utan á sér. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. „Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli