Handbolti

EM búið hjá Gísla og veikindi herja á liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson á hækjum á hóteli íslenska liðsins í Köln.
Gísli Þorgeir Kristjánsson á hækjum á hóteli íslenska liðsins í Köln. Vísir/Vilhelm

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki meira með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta.

Gísli Þorgeir meiddist snemma í leiknum á móti Króatíu í gær eftir að hafa byrjað leikinn mjög vel og skorað þrjú af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins.

Gísli fór í myndatöku og nú er komið í ljós að hann er með beinmar. Þetta eru ekki mjög alvarleg meiðsli, sem betur fer, og Gísli verður ekki lengi frá. Hann mun þó ekki geta spilað meira á þessu móti.

Það eru ekki aðeins meiðsli sem hrjá leikmenn íslenska liðsins því einnig eru veikindi í hópnum.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari kallaði á Teit Örn Einarsson inn í hópinn og kemur hann til Kölnar í dag.

Það gætu líka verið fleiri verðir kallaðir til Kölnar vegna mikilla veikinda.

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason gátu ekki spilað á móti Króatíu vegna veikinda og Kristján Örn Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru báðir orðnir veikir.

Snorri Steinn staðfesti það við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×