Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 12:15 Snorri Steinn Guðjónsson tekur utan um Bjarka Má Elísson. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti