Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 10:01 Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu eru væntanlega á leiðinni í umspilið fyrir Ólympíuleikana í París þrátt fyrir slakt gengi á EM. Getty/Marvin Ibo Guengoer Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta. EM 2024 í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira