Aron Pálmarsson: „Við erum allir helvítis egóistar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 17:12 Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 6 mörk. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson spilaði vel og skoraði sex mörk í 35-30 sigri Íslands á Króatíu. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur sem Ísland hefur unnið gegn Króatíu á stórmóti. „Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira